Opnað hefur verið fyrir orlofshús sumarið 2025. Umsóknareyðublaðið má nálgast með því að smella hér. Hægt er að senda útfyllt eyðublað á alli@framsyn.is eða prenta það út og koma umsókninni á Skrifstofu stéttarfélaganna. Fréttabréf verður gefið út um miðjan mars og því mun fylgja upplýsinar um orlofskostina og umsóknareyðublað til útfyllingar.
Athygli skal vakin á tveimur nýjum valkostum sem hafa ekki áður verið í boði. Annarsvegar Hraunholt 28 á Húsavík og hinsvegar Arnarborg 16 í Stykkishólmi. Mynd af Arnarborg er í forsíðu þessarar fréttar.
Þá munum við bjóða upp á sumarhús stéttarfélaganna að Illugastöðum á nýjan leik.
Skiptidagar eru í flestum tilfellum föstudagar nema í tilfelli Illugastaða og Arnarborgar 16.