Frestur félagsmanna Framsýnar og Þingiðnar til að sækja um orlofsíbúð um jól og/eða áramót í Reykjavík er til fimmtudagsins 24. nóvember. Áhugasamir hafi samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.
Kjördæmapot og hamingja
Töluvert hefur verið um að félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hafi sett sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna og lýst yfir andúð sinni á umræðu og málefnafátækt þeirra manna sem tjáð hafa sig opinberlega gegn uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka við Húsavík og framkvæmdum þeim tengdum sbr. Vaðlaheiðagöngum. Read more „Kjördæmapot og hamingja“
Þakkir vegna styrks til kaupa á almenningsbekkjum.
Stéttarfélögunum hafa borist þakkarbréf frá sjúkraþjálfurum í Norðurþingi vegna þátttöku stéttarfélaganna í kaupum á almenningsbekkjum. Bréfið er svohjóðandi: Read more „Þakkir vegna styrks til kaupa á almenningsbekkjum.“
Aðalfundur STH
Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn föstudaginn 25 nóvember og verður fundurinn á Sölku veitingahúsi og hefst kl.19.30 Fundurinn verður með sama hætti og undanfarin ár. Read more „Aðalfundur STH“
Fundir framundan hjá Framsýn
Boðaður hefur verið fundur í Stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar fimmtudaginn 24. nóvember kl. 19:00 í fundarsal félagsins. Gestur fundarins verður Kristján Bragason framkvæmastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Read more „Fundir framundan hjá Framsýn“
Þingiðn fundar eftir helgina
Stjórn Þingiðnar kemur saman til fundar mánudaginn 21. nóvember kl. 17:30 í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Þingiðn fundar eftir helgina“
Stéttarfélögin taka þátt í mikilvægu forvarnarstarfi
Lionsklúbbur Húsavíkur í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefur áhuga á að setja af stað forvarnarstarf vegna ristilkrabbameins. Unnið hefur verið að verkefninu undanfarna mánuði. Hugmyndin er að bjóða öllum íbúum á svæði HÞ fæddum 1957 (55 ára) ókeypis ristilspeglun, sem framkvæmd verður af meltingarsérfræðingi á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Read more „Stéttarfélögin taka þátt í mikilvægu forvarnarstarfi“
Greitt skal fyrir auknar starfsskyldur
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dómi frá 3.11 sl. (HRD 390/2010) að atvinnurekanda, sem hyggst auka við starfsskyldur starfsmanns, beri annað af tvennu að gera það með því að eiga frumkvæði að breytingum á ráðningarsamningi eða tilkynna það skriflega eins og kjarasamningar áskilja. Read more „Greitt skal fyrir auknar starfsskyldur“
Lífið er fiskur
Fulltrúar frá Framsýn voru í vinnustaðaheimsóknum í dag. Meðal annars komu þeir við í Laugafiski í Reykjadal þar sem Samherji hf. er með fiskþurrkun. Að venju var vel tekið á móti gestunum. Read more „Lífið er fiskur“
Formaður á leið til Færeyja
Formanni Framsýnar hefur verið boðið að vera sérstakur gestur á 100 ára afmæli Færeysku verkalýðshreyfingarinnar í desember. Afmælishátíðin fer fram í Þórshöfn og verður án efa vegleg hjá frændum okkar í Færeyjum. Ljóst er að starfsemi Framsýnar nýtur töluverðar virðingar á Norðurlöndum sbr. þetta boð. Read more „Formaður á leið til Færeyja“
Leitað svara hjá Iðnaðarráðherra
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hafa samþykkt að leita skýringa hjá Iðnaðarráðherra á ummælum sem fallið hafa um uppbyggingu á orkufrekum iðnaði við Húsavík. Read more „Leitað svara hjá Iðnaðarráðherra“
Viðræðum frestað við smábátaeigendur
Stjórn Framsýnar kom saman til fundar í gær. Á fundinum var m.a. samþykkt að fresta frekari viðræðum félagsins við Svæðisfélagið Klett félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi um gerð kjarasamnings fyrir sjómenn á smábátum. Slíkur samningur er ekki til í dag á landsvísu. Read more „Viðræðum frestað við smábátaeigendur“
Fundur með erlendu vinnuafli í dag
Erlent vinnuafl sem starfar í fiskvinnslu á félagssvæði Framsýnar hefur óskað eftir fundi í dag með forsvarsmönnum Framsýnar- stéttarfélags. Óskir eru um að kjaramál, aðbúnaðarmál, velferðarmál og þjóðmálin verði tekin til umræðu. Read more „Fundur með erlendu vinnuafli í dag“
Þrengt að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012 er það boðað að þrengja á að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda í séreignarlífeyrissjóði á árinu 2012. Í rúman áratug hefur launafólk getað lagt allt að 4% af launum sínum í séreignarlífeyrissparnað án þess að greiða tekjuskatt af þeirri inngreiðslu. Nú er boðað að þetta hlutfall eigi að lækka um helming. Read more „Þrengt að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda“
Samfélagslegt tap vegna svartrar vinnu smærri fyrirtækja 13,8 milljarðar á ári
Í tengslum við gerð kjarasamninga í vor skapaðist umræða um hvernig minnka mætti svarta atvinnustarsemi og bæta viðskiptahætti í landinu. Árangurinn var átaksverkefnið „Leggur þú þitt af mörkum?“ sem unnið var í samvinnu Ríkisskattstjóra (RSK), ASÍ og SA. Read more „Samfélagslegt tap vegna svartrar vinnu smærri fyrirtækja 13,8 milljarðar á ári“
Vinsamlegur fundur með ráðherra
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra var á Húsavík í gær ásamt fylgdarliði. Hann notaði daginn til að funda með starfsmönnum og stjórnendum Heilbrigðisþjónustu Þingeyinga, fulltrúum Norðurþings og þá endaði hann daginn með því að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og funda með fulltrúum Framsýnar.
Breyting á skattlagningu sparnaðar inngrip í kjarasamninga

Mörg mál á dagskrá stjórnarfundar Framsýnar.
Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar næsta mánudag 7. nóvember kl.17:15 í fundarsal félagsins. Að venju eru mörg mál á dagskrá fundarins. Í stjórn Framsýnar sitja 7 fulltrúar og 5 í varastjórn. Read more „Mörg mál á dagskrá stjórnarfundar Framsýnar.“
Framsýnarmótið í skák fór vel fram
Sigurður Daði Sigfússon vann sigur á Framsýnarskákmótinu sem fram fór á Húsavík um helgina. Mótinu lauk í gær en það voru Skákfélagið Goðinn í Þingeyjarsýslu og Framsýn- stéttarfélag Framsýn sem stóðu að mótinu. Read more „Framsýnarmótið í skák fór vel fram“
Framsýnarmótið að hefjast
Framsýnarmótið í skák 2011 hefst í kvöld í fundarsal stéttarfélagsins Framsýnar að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Það er skákfélagið Goðinn í Þingeyjarsýslu og Framsýn-stéttarfélag, sem sjá um mótshaldið. Þeir sem vilja fylgjast með mótinu eru velkomnir. Read more „Framsýnarmótið að hefjast“