Kjördæmapot og hamingja

Töluvert hefur verið um að félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hafi sett sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna og lýst yfir andúð sinni á umræðu og málefnafátækt þeirra manna sem tjáð hafa sig opinberlega  gegn uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka við Húsavík og framkvæmdum þeim tengdum sbr. Vaðlaheiðagöngum. Read more „Kjördæmapot og hamingja“

Stéttarfélögin taka þátt í mikilvægu forvarnarstarfi

Lionsklúbbur Húsavíkur  í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefur áhuga á að setja af stað forvarnarstarf vegna ristilkrabbameins. Unnið hefur verið að verkefninu undanfarna mánuði. Hugmyndin er að bjóða öllum íbúum á svæði HÞ fæddum 1957   (55 ára) ókeypis ristilspeglun, sem framkvæmd verður af meltingarsérfræðingi á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Read more „Stéttarfélögin taka þátt í mikilvægu forvarnarstarfi“

Þrengt að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012 er það boðað að þrengja á að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda í séreignarlífeyrissjóði á árinu 2012. Í rúman áratug hefur launafólk getað lagt allt að 4% af launum sínum í séreignarlífeyrissparnað án þess að greiða tekjuskatt af þeirri inngreiðslu. Nú er boðað að þetta hlutfall eigi að lækka um helming. Read more „Þrengt að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda“

Samfélagslegt tap vegna svartrar vinnu smærri fyrirtækja 13,8 milljarðar á ári

Í tengslum við gerð kjarasamninga í vor skapaðist umræða um hvernig minnka mætti svarta atvinnustarsemi og bæta viðskiptahætti í landinu. Árangurinn var átaksverkefnið „Leggur þú þitt af mörkum?“ sem unnið var í samvinnu Ríkisskattstjóra (RSK), ASÍ og SA. Read more „Samfélagslegt tap vegna svartrar vinnu smærri fyrirtækja 13,8 milljarðar á ári“

Breyting á skattlagningu sparnaðar inngrip í kjarasamninga

Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum er aðili að Samiðn, sambandi iðnfélaga. Miðstjórn sambandsins samþykkti í gær að senda frá sér svohljóðandi ályktun um skattlagningu á  séreignarsparnað en sambandið telur einhliða breytingu á skattlagningu séreignarsparnaðar alvarleg inngrip inn í frjálsa kjarasamninga: Read more „Breyting á skattlagningu sparnaðar inngrip í kjarasamninga“