Þing NU haldið á Íslandi í ár

Þing Nordisk Union, samtaka launafólks í matvælaframleiðslu á Norðurlöndum, verður haldin á Selfossi daganna 21-23 ágúst. Samtökin eru norrænn samstarfsvettvangur um 150.000 félagsmanna innan margvíslegra starfsgreina tengdum matvælaframleiðslu, s.s. fiskvinnslu, landbúnaði og matvælavinnslu. Á þingið mæta um 50 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum til að ræða málefni starfsfólks í matvælaiðnaði. Read more „Þing NU haldið á Íslandi í ár“

17 umsóknir um starf skrifstofustjóra á Skrifstofu stéttarfélaganna

Alls bárust 17 umsóknir um starf skrifstofu- og fjármálastjóra á skrifstofu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Umsóknirnar koma víða að frá stöðum á Íslandi og reyndar frá Danmörku líka. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi, fjármálastjórn og almennri þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna sem telja um 2600 manns. Read more „17 umsóknir um starf skrifstofustjóra á Skrifstofu stéttarfélaganna“

Atvinnumál á Húsavík til umræðu á N4

Sjónvarpsstöðin N4 var á ferð á Húsavík fyrir nokkru og tók m.a. viðtal við formann Framsýnar um atvinnumál á Húsavík. Hér má sjá viðtalið við Aðalstein Árna  http://www.n4.is/tube/file/view/1920/    Til viðbótar má geta þess að 108 einstaklingar eru á atvinnuleyisskrá á félagssvæði stéttarfélganna í Þingeyjarsýslum í dag. Read more „Atvinnumál á Húsavík til umræðu á N4“