![]() |
Nýr liðsmaður til Skrifstofu stéttarfélaganna
Stéttarfélöginn í Þingeyjarsýslum hafa ákveðið að ráða Orra Frey Oddsson sem skrifstofu- og fjármálastjóra Skrifstofu stéttarfélaganna frá og með 1. september n.k. Read more „Nýr liðsmaður til Skrifstofu stéttarfélaganna“
Viltu komast á þing?
Framsýn leitar að félagsmönnum sem vilja gefa kost á sér þing Alþýðusambands Norðurlands sem haldið verður á Illugastöðum dagana 7. og 8. október á Illugastöðum. Um er að ræða lífleg og skemmtileg þing. Read more „Viltu komast á þing?“
Fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar
Fundur verður haldinn í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Mörg mál eru á dagskrá fundarins: Read more „Fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar“
Torgaragleði frestað!
Heimasíðu stéttarfélaganna hefur borist svohljóðandi fréttatilkynning frá Átthagafélagi Torgara: Hundadagagleði Torgara sem halda átti helgina 19. og 20.ágúst n.k hefur verið frestað um „eitt ár“ Ástæðan er sú að ekki náðist samkomulag við almættið um skaplegt veður. Read more „Torgaragleði frestað!“
Framsýn ræðir framtíð SGS
Sérstök nefnd sem skipuð var af stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar kemur saman til fundar á morgun kl. 17:00 í fundarsal félagsins til að ræða framtíð Starfsgreinasambands Íslands en félagið er aðili að sambandinu. Eins og fram hefur komið hefur verið töluverð ólga innan sambandsins um tíma og nú velta menn fyrir sér framtíð sambandsins. Read more „Framsýn ræðir framtíð SGS“
17 umsóknir um starf skrifstofustjóra á Skrifstofu stéttarfélaganna
Alls bárust 17 umsóknir um starf skrifstofu- og fjármálastjóra á skrifstofu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Umsóknirnar koma víða að frá stöðum á Íslandi og reyndar frá Danmörku líka. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi, fjármálastjórn og almennri þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna sem telja um 2600 manns. Read more „17 umsóknir um starf skrifstofustjóra á Skrifstofu stéttarfélaganna“
Jarðboranir bora og bora á Þeistareykjum
Jarðboranir eru þessa dagana að bora tvær holur á Þeistareykjum. Hópur starfsmanna frá Jarðborunum kemur að verkinu sem áætlað er að ljúki í haust. Auk þess eru verktakar að vinna við vegaframkvæmdir frá Húsavík að Þeistareykjum. Read more „Jarðboranir bora og bora á Þeistareykjum“
Viðræðum haldið áfram í næstu vikum
Fulltrúar Framsýnar og Starfsgreinasambands Íslands funduðu í gær með fulltrúum Bændasamtaka Íslands vegna kjarasamnings aðila fyrir landbúnaðarverkamenn. Um var að ræða sáttafund undir stjórn Ríkissáttasemjara. Eftir fundinn í gær var ákveðið að halda viðræðum áfram. Read more „Viðræðum haldið áfram í næstu vikum“
Atvinnumál á Húsavík til umræðu á N4
Sjónvarpsstöðin N4 var á ferð á Húsavík fyrir nokkru og tók m.a. viðtal við formann Framsýnar um atvinnumál á Húsavík. Hér má sjá viðtalið við Aðalstein Árna http://www.n4.is/tube/file/view/1920/ Til viðbótar má geta þess að 108 einstaklingar eru á atvinnuleyisskrá á félagssvæði stéttarfélganna í Þingeyjarsýslum í dag. Read more „Atvinnumál á Húsavík til umræðu á N4“
Fagnar ummælum forsætisráðherra
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, fagnar yfirlýsingum forsætisráðherra í morgun um að ekki séu uppi áform um að leggja á matarskatt á almenning. Hann segist hafa heimildir fyrir því að ríkistjórnin hafi haft það til skoðunar, en með þessum orðum forsætisráðherrans sé það slegið út af borðinu, sem betur fer. Read more „Fagnar ummælum forsætisráðherra“
Aðalsteinn til Kaupmannahafnar
Formaður Framsýnar hefur verið beðinn um að taka þátt í verkefni á vegum norrænu verkalýðshreyfingarinnar er snýr að málefnum verkafólks. Vinnufundur verður í Kaupmannahöfn í næstu viku. Read more „Aðalsteinn til Kaupmannahafnar“
Sáttasemjari boðar til fundar
Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa Framsýnar til fundar í Karphúsinu mæsta miðvikudag kl. 11:00. Þá stendur til að funda um kjaradeilu félagsins og Bændasamtaka Íslands vegna landbúnaðarverkamanna. Fram að þessu hefur ekki tekist að ganga frá kjarasamningi milli aðila. Read more „Sáttasemjari boðar til fundar“
Málað í góða veðrinu
Ljósmyndari heimasíðu stéttarfélaganna gerði sér ferð um Húsavík og tók nokkrar myndir í góða veðrinu sem verið hefur hér norðan heiða síðustu vikurnar, það er frá Mærudögum. Fólk var bæði við störf og leik. Read more „Málað í góða veðrinu“
Óskastarfið, umsóknarfrestur til 10. ágúst
Eins og fram hefur komið leitar Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík eftir skrifstofu- og fjármálastjóra til starfa. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi, fjármálastjórn og almennri þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna sem telja um 2600 manns. Read more „Óskastarfið, umsóknarfrestur til 10. ágúst“
Mærudagar ganga vel
Nú standa yfir Mærudagar á Húsavík. Mikið fjölmenni er á Húsavík og allir í frábæru skapi. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í gær. Read more „Mærudagar ganga vel“
Tekist á um störf í matvælaframleiðslu
Fjölmiðlar hafa töluvert fjallað um yfirlýsingar forseta ASÍ um að fólk sniðgangi lambakjöt. Formaður Framsýnar blandaði sér inn í umræðurnar og fordæmi ummælin þar sem þau gætu kostað uppsagnir hjá fólki í matvælaframleiðslu. Read more „Tekist á um störf í matvælaframleiðslu“
Heilsuðu upp á áhöfn Jóhönnu
Formaður og varaformaður Framsýnar fóru í gær um borð í skútuna Jóhönnu frá Færeyjum og færðu áhöfninni rjómatertu. Einn af áhafnarmeðlimum er Kári Jacobsen sem er þekktur verkalýðsleiðtogi í Færeyjum en hann hefur nú hætt afskiptum af verkalýðsmálum. Read more „Heilsuðu upp á áhöfn Jóhönnu“
Óska starfið laust til umsóknar
Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík leitar eftir skrifstofu- og fjármálastjóra til starfa. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi, fjármálastjórn og almennri þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna sem telja um 2600 manns. Tölvu- og tungumálakunnátta og lipurð í mannlegum samskiptum er æskileg. Read more „Óska starfið laust til umsóknar“
Sjálfskipaður verkalýðsforingi
Ekki er nú öll vitleysan eins. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var í útvarpsþætti í morgun á Bylgjunni að ræða yfirlýsingar forseta Alþýðusambandsins um að skora á Íslendinga að sniðganga lambakjöt. Read more „Sjálfskipaður verkalýðsforingi“