![Mynd_1037829[1]](http://www.framsyn.is/wp-content/uploads/2012/11/Mynd_10378291-150x150.jpg) Verkalýðssamtök í Svíþjóð sem eru systursamtök Starfsgreinasambands Íslands hafa boðist til að taka á móti fulltrúum Framsýnar á næsta ári. Í skoðun er að fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins  fari í apríl 2013 og kosti ferðina sjálfir. Til stendur að kynna sér launakjör og réttindi verkafólks í Svíþjóð, starfsmenntamál, vinnuverndarmál, málefni atvinnulausra og uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar  í Svíþjóð.
Verkalýðssamtök í Svíþjóð sem eru systursamtök Starfsgreinasambands Íslands hafa boðist til að taka á móti fulltrúum Framsýnar á næsta ári. Í skoðun er að fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins  fari í apríl 2013 og kosti ferðina sjálfir. Til stendur að kynna sér launakjör og réttindi verkafólks í Svíþjóð, starfsmenntamál, vinnuverndarmál, málefni atvinnulausra og uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar  í Svíþjóð.
Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna
 Á sama tíma og fréttir berast af metfjölda erlendra ferðamanna til Íslands árið 2012 er ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun kjarasamningsbrota og undanskota í ferðaþjónustu. Þessi hegðun sem sést meðal ferðaþjónustu- fyrirtækja setur svartan blett á atvinnugreinina og kemur í veg fyrir að hæft fólk vilji starfa í greininni. Þar að auki  torvelda slík vinnubrögð þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem vilja standa rétt og vel að málum og  reka sína starfsemi samkvæmt gildandi reglum á vinnumarkaði. Read more „Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna“
Á sama tíma og fréttir berast af metfjölda erlendra ferðamanna til Íslands árið 2012 er ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun kjarasamningsbrota og undanskota í ferðaþjónustu. Þessi hegðun sem sést meðal ferðaþjónustu- fyrirtækja setur svartan blett á atvinnugreinina og kemur í veg fyrir að hæft fólk vilji starfa í greininni. Þar að auki  torvelda slík vinnubrögð þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem vilja standa rétt og vel að málum og  reka sína starfsemi samkvæmt gildandi reglum á vinnumarkaði. Read more „Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna“
Til hamingju Vogafjós – bær mánaðarins í nóvember
 Ferðaþjónustan í Vogafjósi hefur vaxið og dafnað allt frá því að fjölskyldan að Vogum fór fyrst að bjóða gestum að skoða fjósið, en þess má geta að jörðin er búin að vera í eigu sömu fjölskyldunnar kynslóð eftir kynslóð í um 120 ár.  Í dag rekur fjölskyldan gistiheimili með 26 vel útbúnum herbergjum með baði, veitingahús og sveitaverslun í fallegu umhverfi við Mývatn.  Read more „Til hamingju Vogafjós – bær mánaðarins í nóvember“
Ferðaþjónustan í Vogafjósi hefur vaxið og dafnað allt frá því að fjölskyldan að Vogum fór fyrst að bjóða gestum að skoða fjósið, en þess má geta að jörðin er búin að vera í eigu sömu fjölskyldunnar kynslóð eftir kynslóð í um 120 ár.  Í dag rekur fjölskyldan gistiheimili með 26 vel útbúnum herbergjum með baði, veitingahús og sveitaverslun í fallegu umhverfi við Mývatn.  Read more „Til hamingju Vogafjós – bær mánaðarins í nóvember“
Styðja málarekstur Verkalýðsfélags Akraness
 Stjórn Framsýnar samþykkti í kvöld að standa heilshugar við bakið á Verkalýðsfélagi Akraness sem ákveðið hefur að láta reyna á það fyrir dómsstólum hvort verðtrygging hér á landi standist lög. Read more „Styðja málarekstur Verkalýðsfélags Akraness“
Stjórn Framsýnar samþykkti í kvöld að standa heilshugar við bakið á Verkalýðsfélagi Akraness sem ákveðið hefur að láta reyna á það fyrir dómsstólum hvort verðtrygging hér á landi standist lög. Read more „Styðja málarekstur Verkalýðsfélags Akraness“
Við erum að sjálfsögðu hress!
 Það var kuldalegur ritstjóri heimasíðunnar sem kom við á Prentstofunni Örk í morgun enda vetrarlegt á Húsavík og því best að halda sig innan dyra. Þar hitti hann fyrir þau Jóhönnu Másdóttir og Heiðar Kristjánsson sem voru að sinna daglegum störfum á Prentstofunni. Þau voru hress að vanda þrátt fyrir kuldatíð og „yfirvofandi“ jarðskjálfta hér norðan heiða. Read more „Við erum að sjálfsögðu hress!“
Það var kuldalegur ritstjóri heimasíðunnar sem kom við á Prentstofunni Örk í morgun enda vetrarlegt á Húsavík og því best að halda sig innan dyra. Þar hitti hann fyrir þau Jóhönnu Másdóttir og Heiðar Kristjánsson sem voru að sinna daglegum störfum á Prentstofunni. Þau voru hress að vanda þrátt fyrir kuldatíð og „yfirvofandi“ jarðskjálfta hér norðan heiða. Read more „Við erum að sjálfsögðu hress!“
Jafnrétti – Draumur eða veruleiki?
 Er jafnrétti kynjanna fjarlæg draumsýn? Geta aðilar vinnumarkaðarins með samhentu átaki breytt tálsýn í veruleika? Fjallað verður um nýjustu strauma og stefnur í kynjajafnrétti á opnum fundi sem Framsýn- stéttarfélag stendur fyrir þriðjudaginn 6. nóvember í fundarsal stéttarfélaganna. Fundurinn hefst kl. 20:00. Frummælandi: Maríanna  Traustadóttir jafnréttisfulltrúi  ASÍ.   Read more „Jafnrétti – Draumur eða veruleiki?“
Er jafnrétti kynjanna fjarlæg draumsýn? Geta aðilar vinnumarkaðarins með samhentu átaki breytt tálsýn í veruleika? Fjallað verður um nýjustu strauma og stefnur í kynjajafnrétti á opnum fundi sem Framsýn- stéttarfélag stendur fyrir þriðjudaginn 6. nóvember í fundarsal stéttarfélaganna. Fundurinn hefst kl. 20:00. Frummælandi: Maríanna  Traustadóttir jafnréttisfulltrúi  ASÍ.   Read more „Jafnrétti – Draumur eða veruleiki?“
Kátir sjómenn á Jökli ÞH 259
 Þorgeir Baldursson er ljósmyndari góður og hefur auk þess starfað sem sjómaður til fjölda ára. Hann kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgi með myndir úr síðustu veiðiferð Jökuls ÞH 259 sem gerður er út frá Húsavík. Flestir sjómannanna eru félagsmenn í Sjómannadeild Framsýnar. Hér má sjá nokkrar myndir úr veiðiferðinni. Read more „Kátir sjómenn á Jökli ÞH 259“
Þorgeir Baldursson er ljósmyndari góður og hefur auk þess starfað sem sjómaður til fjölda ára. Hann kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgi með myndir úr síðustu veiðiferð Jökuls ÞH 259 sem gerður er út frá Húsavík. Flestir sjómannanna eru félagsmenn í Sjómannadeild Framsýnar. Hér má sjá nokkrar myndir úr veiðiferðinni. Read more „Kátir sjómenn á Jökli ÞH 259“
Námskeiði í kvöld frestað vegna veðurs
Spyr.is áhugaverður vefur um þjóðfélagsumræðuna
 Viðtal sem tekið var við formann Framsýnar á Bylgjunni fyrir nokkrum dögum um atvinnuástandið á Raufarhöfn og framkvæmdir Landsvirkjunar í Bjarnarflagi vakti mikla og jákvæða athygli. Í viðtalinu fór Aðalsteinn yfir ástandið á Raufarhöfn og gagnrýndi ákveðna þingmenn fyrir að vinna endalaust gegn atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum.  Read more „Spyr.is áhugaverður vefur um þjóðfélagsumræðuna“
Viðtal sem tekið var við formann Framsýnar á Bylgjunni fyrir nokkrum dögum um atvinnuástandið á Raufarhöfn og framkvæmdir Landsvirkjunar í Bjarnarflagi vakti mikla og jákvæða athygli. Í viðtalinu fór Aðalsteinn yfir ástandið á Raufarhöfn og gagnrýndi ákveðna þingmenn fyrir að vinna endalaust gegn atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum.  Read more „Spyr.is áhugaverður vefur um þjóðfélagsumræðuna“
Stjórnarfundur framundan hjá Framsýn
 Stjórn Framsýnar fundar næsta fimmtudag kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Eftirfarandi mál eru á dagskrá fundarins: Read more „Stjórnarfundur framundan hjá Framsýn“
Stjórn Framsýnar fundar næsta fimmtudag kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Eftirfarandi mál eru á dagskrá fundarins: Read more „Stjórnarfundur framundan hjá Framsýn“
Getum við fengið húfu?
 Þrjár ungar stúlkur sem eru nemendur í Framhaldsskólanum  á Húsavík og notendur þjónustunnar sem er í boði í Miðjunni litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna á föstudaginn. Tilgangurinn var að heilsa upp á starfsmenn og fá húfu frá Framsýn en félagið auglýsti nýlega húfur til gefins fyrir félagsmenn. Þær heita: Lena Hermannsdóttir, Rut Guðnýjardóttir og Bryndís Benediktsdóttir. Read more „Getum við fengið húfu?“
Þrjár ungar stúlkur sem eru nemendur í Framhaldsskólanum  á Húsavík og notendur þjónustunnar sem er í boði í Miðjunni litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna á föstudaginn. Tilgangurinn var að heilsa upp á starfsmenn og fá húfu frá Framsýn en félagið auglýsti nýlega húfur til gefins fyrir félagsmenn. Þær heita: Lena Hermannsdóttir, Rut Guðnýjardóttir og Bryndís Benediktsdóttir. Read more „Getum við fengið húfu?“
Gerðu góða ferð til Húsavíkur
 Það var góður hópur verkalýðsleiðtoga og starfsmanna stéttarfélaga sem kom í heimsókn frá Akureyri til Húsavíkur í gær til að kynna sér starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Gestirnir frá Akureyri notuðu einnig ferðina til að koma við í Safnahúsinu á Húsavík. Áður en hópurinn hélt heim á leið eftir velheppnaða  ferð var komið við á Sölku og borðað lambakjöt af bestu gerð.   Read more „Gerðu góða ferð til Húsavíkur“
Það var góður hópur verkalýðsleiðtoga og starfsmanna stéttarfélaga sem kom í heimsókn frá Akureyri til Húsavíkur í gær til að kynna sér starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Gestirnir frá Akureyri notuðu einnig ferðina til að koma við í Safnahúsinu á Húsavík. Áður en hópurinn hélt heim á leið eftir velheppnaða  ferð var komið við á Sölku og borðað lambakjöt af bestu gerð.   Read more „Gerðu góða ferð til Húsavíkur“
Að semja um laun – Áhugavert námskeið
 Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða félagsmönnum upp á áhugavert námskeið er nefnist AÐ SEMJA UM LAUN.  Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands. Um er að ræða 3 klst. námskeið. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 30. október kl. 19:00 í fundarsal stéttarfélaganna.  Read more „Að semja um laun – Áhugavert námskeið“
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða félagsmönnum upp á áhugavert námskeið er nefnist AÐ SEMJA UM LAUN.  Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands. Um er að ræða 3 klst. námskeið. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 30. október kl. 19:00 í fundarsal stéttarfélaganna.  Read more „Að semja um laun – Áhugavert námskeið“
Endurbætt jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun ASÍ (heimild www.sgs.is)
 Í aðdraganda þings ASÍ var jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun sambandsins endurskoðuð og samþykkt á miðstjórnarfundi. Í stefnunni er lögð áhersla á innleiðingu jafnlaunastaðalsins til að vinna gegn launamuni kynjanna og virkja bæði kyn til þátttöku á öllum sviðum samfélagsins og innan vébanda hreyfingarinnar. Stefnan og aðgerðaáætlunin 2012-2016 er svohljóðandi: http://www.sgs.is/frettir/nr/133317/
Í aðdraganda þings ASÍ var jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun sambandsins endurskoðuð og samþykkt á miðstjórnarfundi. Í stefnunni er lögð áhersla á innleiðingu jafnlaunastaðalsins til að vinna gegn launamuni kynjanna og virkja bæði kyn til þátttöku á öllum sviðum samfélagsins og innan vébanda hreyfingarinnar. Stefnan og aðgerðaáætlunin 2012-2016 er svohljóðandi: http://www.sgs.is/frettir/nr/133317/
Reykfiskur verðlaunaður og tilnefndur til þátttöku í Evrópukeppni
 Í síðustu viku var haldin fjölmenn vinnuverndarráðstefna á Grand Hótel í tilefni Evrópsku vinnuverndarvikunnar sem stendur yfir dagana 22.-26. október undir yfirskriftinni VINNUVERND – ALLIR VINNA. Ráðstefnugestir voru 110 úr margvíslegum geirum atvinnulífsins. Read more „Reykfiskur verðlaunaður og tilnefndur til þátttöku í Evrópukeppni“
Í síðustu viku var haldin fjölmenn vinnuverndarráðstefna á Grand Hótel í tilefni Evrópsku vinnuverndarvikunnar sem stendur yfir dagana 22.-26. október undir yfirskriftinni VINNUVERND – ALLIR VINNA. Ráðstefnugestir voru 110 úr margvíslegum geirum atvinnulífsins. Read more „Reykfiskur verðlaunaður og tilnefndur til þátttöku í Evrópukeppni“
Kastljós fjallar um atvinnuástandið á Raufarhöfn
 Heimasíða stéttarfélaganna hefur heimild fyrir því að Kastljós muni í kvöld eða fljótlega fjalla um atvinnuástandið á Raufarhöfn en það hefur verið töluvert til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Vitað er til þess að fréttamenn Kastljóss hafi verið á Raufarhöfn í vikunni. Meðal annars komu þeir við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík til að kynna sér stöðuna. Read more „Kastljós fjallar um atvinnuástandið á Raufarhöfn“
Heimasíða stéttarfélaganna hefur heimild fyrir því að Kastljós muni í kvöld eða fljótlega fjalla um atvinnuástandið á Raufarhöfn en það hefur verið töluvert til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Vitað er til þess að fréttamenn Kastljóss hafi verið á Raufarhöfn í vikunni. Meðal annars komu þeir við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík til að kynna sér stöðuna. Read more „Kastljós fjallar um atvinnuástandið á Raufarhöfn“
Nágrannar okkar væntanlegir í heimsókn
 Von er á góðri heimsókn frá Akureyri á föstudaginn en þá eru væntanlegir fulltrúar frá Félagi málmiðnarmanna á Akureyri, Sjómannafélagi Eyjarfjarðar og Félagi verslunar- og skrifstofufólks  Akureyri og nágrenni. Hópurinn mun kynna sér starfsemi Framsýnar og Þingiðnar auk þess að fræðast um fyrirhugaðar framkvæmdir er tengjast atvinnumálum í Þingeyjarsýslum.
Von er á góðri heimsókn frá Akureyri á föstudaginn en þá eru væntanlegir fulltrúar frá Félagi málmiðnarmanna á Akureyri, Sjómannafélagi Eyjarfjarðar og Félagi verslunar- og skrifstofufólks  Akureyri og nágrenni. Hópurinn mun kynna sér starfsemi Framsýnar og Þingiðnar auk þess að fræðast um fyrirhugaðar framkvæmdir er tengjast atvinnumálum í Þingeyjarsýslum.
Þingi ASÍ lokið – ályktað um mörg mikilvæg mál
![Mynd_0615707[1]](http://www.framsyn.is/wp-content/uploads/2012/10/Mynd_06157071-150x150.png) Ályktanir um kjaramál, Evrópumál, atvinnumál, húsnæðismál og lífeyrismál voru samþykktar á þingi ASÍ eftir undangengna hópa- og nefndarvinnu á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Þinginu lauk síðasta föstudag eftir nokkuð fjörugt þing. Hér má sjá ályktanir þingsins http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-3423
Ályktanir um kjaramál, Evrópumál, atvinnumál, húsnæðismál og lífeyrismál voru samþykktar á þingi ASÍ eftir undangengna hópa- og nefndarvinnu á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Þinginu lauk síðasta föstudag eftir nokkuð fjörugt þing. Hér má sjá ályktanir þingsins http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-3423
Ályktun um svarta atvinnustarfsemi og félagsleg undirboð samþykkt á þingi ASÍ
 Að gefnu tilefni tók Framsýn upp málefni á þingi ASÍ er varðar kennitöluflakk, svarta atvinnustarfsemi og innflutning á ódýru vinnuafli undir því yfirskini að starfsmenn séu að koma til landsins í sjálfboðastarf. Félagið taldi einnig ástæðu til að vara við þeirri þróun að skrá íslensk fiskiskip og kaupskip undir hentifánum erlendis. Þingið samþykkti samhljóða að álykta um málið og er hún hér meðfylgjandi: Read more „Ályktun um svarta atvinnustarfsemi og félagsleg undirboð samþykkt á þingi ASÍ“
Að gefnu tilefni tók Framsýn upp málefni á þingi ASÍ er varðar kennitöluflakk, svarta atvinnustarfsemi og innflutning á ódýru vinnuafli undir því yfirskini að starfsmenn séu að koma til landsins í sjálfboðastarf. Félagið taldi einnig ástæðu til að vara við þeirri þróun að skrá íslensk fiskiskip og kaupskip undir hentifánum erlendis. Þingið samþykkti samhljóða að álykta um málið og er hún hér meðfylgjandi: Read more „Ályktun um svarta atvinnustarfsemi og félagsleg undirboð samþykkt á þingi ASÍ“
Leit stendur enn yfir á heiðum í Þingeyjarsýslum
 Bændur og sjálfboðaliðar í Þingeyjarsýslum hafa undanfarið haldið áfram að leita af fé eftir óveðrið mikla sem gekk yfir svæðið um miðjan september. Flesta daga finnast kindur á lífi sem er ánægjulegt. Einn af þeim sjálfboðaliðum sem hefur staðið sig afar vel er Ólafur Jón Aðalsteinsson á Húsavík og á hann heiður skilið fyrir sína framgöngu. Óli Jón lánaði okkur meðfylgjandi myndir sem hann hefur tekið á ferðum sínum en hann hefur aðallega verið við leitir á Reykjaheiði. Read more „Leit stendur enn yfir á heiðum í Þingeyjarsýslum“
Bændur og sjálfboðaliðar í Þingeyjarsýslum hafa undanfarið haldið áfram að leita af fé eftir óveðrið mikla sem gekk yfir svæðið um miðjan september. Flesta daga finnast kindur á lífi sem er ánægjulegt. Einn af þeim sjálfboðaliðum sem hefur staðið sig afar vel er Ólafur Jón Aðalsteinsson á Húsavík og á hann heiður skilið fyrir sína framgöngu. Óli Jón lánaði okkur meðfylgjandi myndir sem hann hefur tekið á ferðum sínum en hann hefur aðallega verið við leitir á Reykjaheiði. Read more „Leit stendur enn yfir á heiðum í Þingeyjarsýslum“
 
													