Töluverð umræða hefur verið um starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi, sérstaklega eftir hrun. Stjórnmálamenn og aðrir þeir aðilar sem hafa sterkar skoðanir á lífeyrissjóðakerfinu hafa komið fram og haldið því fram m.a. að hinn almenni sjóðfélagi geti ekki haft áhrif á starfsemi sjóðanna eða stjórnarkjör. Þessar staðhæfingar eiga ekki rétt á sér, samanber þau vinnubrögð sem Framsýn viðhefur um kjör á ársfundi Stapa sem félagið á aðild að. Read more „Engin viðbrögð við auglýsingu um fulltrúa á ársfund Stapa“
Góður baráttuandi á Húsavík
Ein fjölmennustu hátíðarhöld verkafólks á Íslandi fóru fram á Húsavík í dag í góðu veðri. Um 800 manns lögðu leið sína í Íþróttahöllina þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Boðið var upp á veglega skemmtidagskrá auk þess sem formaður BSRB, Elín Björg Jónsdóttir flutti magnaða hátíðarræðu sem er undir annarri frétt hér á heimasíðunni. Þá ávarpaði varaformaður Framsýnar, Kristbjörg Sigurðardóttir, samkomuna. Read more „Góður baráttuandi á Húsavík“
Mikið fjölmenni á hátíðarhöldunum á Húsavík
Nú kl. 14:00 hófst hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík á vegum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Mikið fjölmenni er samankomið og mikill baráttuandi er á samkomunni. Boðið er upp á fjölbreyta dagskrá. Ræðumaður dagsins er Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB. Hér má lesa ræðuna. Fleiri fréttir og myndir verða á heimasíðunni síðar í dag. Read more „Mikið fjölmenni á hátíðarhöldunum á Húsavík“
Brjálað stuð á Húsavík um helgina
Um helgina fer fram Húsavíkurmótið í handbolta en þetta er tuttugasta mótið sem Völsungur stendur fyrir á jafnmörgum árum. Mótið er fyrir stúlkur 6.fl eldra ár sem eru fæddar árið 2000. Um 230 keppendur koma ásamt þjálfurum og fararstjórum. Það verður því mikið um að vera í íþróttahöllinni á Húsavík þessa helgina. Read more „Brjálað stuð á Húsavík um helgina“
Verslunarmenn álykta um flug og opnun verslana
Á stjórnarfundi deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar haldinn í gær voru eftirfarandi ályktanir samþykktar eftir góðar umræður; Read more „Verslunarmenn álykta um flug og opnun verslana“
Stjórnarfundur í Þingiðn
Mótmæla opnun verslana 1. maí
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega fyrirætlunum verslanamiðstöðva og fleiri að hafa búðir opnar á 1 .maí baráttudegi verkalýðsins. Dagurinn er frídagur verslunarfólks eins og alls annars launafólks á Íslandi og hefur svo verið um áratugaskeið. Miðstjórnin harmar allar tilraunir til að breyta þessu og hvetur neytendur til að sniðganga verslanir sem hafa opið þennan dag. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum taka heilshugar undir ályktun miðstjórnar ASÍ.
Félagar í STH athugið – áríðandi könnun í gangi
Við minnum félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur á að kjara- og viðhorfskönnunin sem Capacent Gallup er að framkvæma fyrir BSRB er enn opin. Nú eru allra síðustu forvöð að svara könnuninni og BSRB hvetur alla félagsmenn eindregið til að taka þátt í könnuninni enda skapar könnunin mikilvægan grunn til samanburðar og rannsókna á launaþróun meðal félagsmanna BSRB þar á meðal félagsmanna Starfsmannafélags Húsavíkur. Read more „Félagar í STH athugið – áríðandi könnun í gangi“
Mikil lífsgæði að hafa flug til Húsavíkur
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Flugfélagið Ernir hafið áætlunarflug frá Reykjavík til Húsavíkur. Flogið er fjóra daga í viku. Formaður Framsýnar var meðal farþega í gær en hann var á fundum í Reykjavík á mánudaginn. Að sögn Aðalsteins er það virkilega gleðilegt að hafið sé áætlunarflug á ný til Húsavíkur. Read more „Mikil lífsgæði að hafa flug til Húsavíkur“
Áríðandi fundur um kjaramál á hvalaskoðunarbátum
Kynningarfundur um Jarðvang – Geopark
Næstkomandi fimmtudag 26. apríl 2012 kl. 20:00 verður kynningarfundur um Jarðvang – Geopark í Skúlagarði, Kelduhverfi. Hugmyndafræði jarðvanga miðar að sjálfbærri nýtingu og uppbyggingu; félagslega, efnahagslega og umhverfislega. Fá ef nokkur svæði á landinu eru betur til þess fallin að mæta markmiðum um aukna dreifingu ferðamanna í tíma og rúmi en einmitt Norðausturland. Read more „Kynningarfundur um Jarðvang – Geopark“
Gengið frá umsögn um kvótafrumvörpin
Starfsgreinasamband Íslands sem Framsýn er aðili að hefur sent inn umsögn við frumvörpum stjórnvalda um stjórn fiskveiða og veiðigjald. Vegna þess hvað frumvörpin eru nátengd var aðeins sent inn ein umsögn um bæði frumvörpin. Innan fjölmennra samtaka eins og SGS hafa verið mjög skiptar skoðanir um þessi frumvörp og hver áhrif þeirra verða á fiskvinnslufólk og byggðir landsins. SGS telur margt jákvætt í frumvörpunum. Read more „Gengið frá umsögn um kvótafrumvörpin“
Úthlutun á orlofshúsum lokið
Orlofsnefnd stéttarfélaganna kom saman til fundar í vikunni og kláraði úthlutun á orlofshúsum fyrir sumarið 2012. Að venju barst mikill fjöldi umsókna frá félagsmönnum um orlofshús og íbúðir sumarið 2012. Alls bárust 136 umsóknir um orlofsvikur í þeim húsum sem verða í boði á vegum stéttarfélaganna í sumar. Read more „Úthlutun á orlofshúsum lokið“
Stefnir í frábæra hátíð 1. maí – landslið tónlistarmanna verður á svæðinu
Undirbúningur vegna 1. maí hátíðarhaldanna á Húsavík er í fullum gangi. Jógvan, Friðrik Ómar og Einar Georg hafa allir boðað komu sína. Dagskráin er nánast klár. Fyrir liggur að Steingrímur Hallgrímsson mun spila Internasjónalinn/alþýðusöng verkalýðsins í upphafi. Síðan mun Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB sem jafnframt er ættuð frá Húsavík flytja hátíðarræðu dagsins. Karlakórinn Hreimur verður á svæðinu og flytur nokkur lög en kórinn fór á kostum á nýlegum vorfagnaði.
Read more „Stefnir í frábæra hátíð 1. maí – landslið tónlistarmanna verður á svæðinu“
Glæsilegur árangur hjá Ruth
Ruth Ragnarsdóttir frá Húsavík er komin áfram í úrslit Söngvakeppni Framhaldsskólanna en kosning hefur staðið yfir á netinu undanfarna daga. Ruth sigraði áður í forkeppni Framhaldsskólans á Húsavík. Alls börðust 32 framhaldsskólar á Íslandi um að komast í lokaúrslitin sem fram fara í Valsheimilinu næsta laugardag. Read more „Glæsilegur árangur hjá Ruth“
Engin þörf á nýrri rannsókn
Fram kom í máli Hrafns Bragasonar, fyrrverandi Hæstaréttardómara og formanns nefndar sem falið var að gera úttekt á starfsemi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær að þingmenn gætu skipað nýja nefnd til þess að fara yfir starfsemi sjóðanna ef þeir teldu rannsókn nefndarinnar ekki nægjanlega. Read more „Engin þörf á nýrri rannsókn“
Fundur framundan í stjórn og trúnaðarmannaráði
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar mun koma saman til fundar miðvikudaginn 25. apríl í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Fundur framundan í stjórn og trúnaðarmannaráði“
Nýr starfsmaður til starfa
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum auglýstu nýlega eftir almennum starfsmanni á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Fulltrúaráði stéttarfélaganna var falið það verkefni að fara yfir umsóknirnar sem bárust og velja hæfasta einstaklinginn með tilliti til starfsemi Skrifstofu stéttarfélaganna en starfsmanninum er ætlað að vera í þjónustuhlutverki við félagsmenn aðildarfélaganna. Read more „Nýr starfsmaður til starfa“
Starfsfólk á námskeiði
Hluti starfsmanna Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn hefur undanfarna daga setið á 40 klukkustunda fiskvinnslunámskeiði. Formaður Framsýnar var á Þórshöfn í dag með erindi um kjarasamninga, rekstur fyrirtækja og aðila vinnumarkaðarins. Að sögn Aðalsteins voru þátttakendur mjög áhugsamir um fræðsluna og voru duglegir að leita eftir upplýsingum um sín mál. Þá hefur mjög mikið verið að gera á Þórshöfn í fiskvinnslu og byggingariðnaði og því lítið um atvinnuleysi. Read more „Starfsfólk á námskeiði“
Kraftur í starfsemi Vísis á Húsavík
Í byrjun janúar tók Vísir hf. í notkun nýjan vinnslubúnað fyrir fiskvinnslu fyrirtækisins á Húsavík. Búnaðurinn sem er frá fyrirtækinu Marel hefur komið vel út. Góður gangur hefur verið í starfstöð fyrirtækis á Húsavík og nú hefur verið ákveðið að loka aðeins í 5 vikur í sumar, það er frá 30. júlí til 3. september, sem er kjarasamningsbundið sumarfrí starfsmanna. Síðustu ár hefur fyrirtækið lokað í þrjá mánuði yfir sumarmánuðina. Read more „Kraftur í starfsemi Vísis á Húsavík“