Skýr skilaboð á formannafund SGS

Framsýn stóð fyrir góðum félagsfundi í kvöld um kjara- og íbúðamál og urðu hörku umræður um dagskrárliði fundarins. Undir liðnum um kjaramál urðu fjörugar umræður um stöðuna á vinnumarkaðinum og hvort ástæða væri til að segja gildandi kjarasamningum upp eða ekki. Þess má geta að formannafundir á vegum SGS og ASÍ hafa verið boðaðir í Reykjavík á morgun og fimmtudag. Read more „Skýr skilaboð á formannafund SGS“

Félagsfundur í dag

Félagsmenn Framsýnar, munið áríðandi félagsfund í dag um kjaramál og íbúðakaup í Reykjavík. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna í dag, þriðjudaginn 17. janúar og hefst kl. 17:15. Fjölmennum. Stjórn Framsýnar

Barnaból fær veglegar gjafir

Börnin á leikskólanum Barnabóli fengu á dögunum óvæntan glaðning, þegar Sturla Einarsson, skipstjóri á Guðmundi VE, kom í heimsókn hlaðinn veglegum gjöfum; s.s. glænýrri myndavél og leikföngum. Gjafirnar voru keyptar fyrir vinnulaun Sturlu þegar hann leysti af á krana í uppskipun fyrr í haust og mælti svo fyrir um að launin skyldu renna óskipt til Barnabóls. Read more „Barnaból fær veglegar gjafir“

Framsýn boðar til félagsfundar um kjara- og íbúðakaup

Félagsfundur verður haldinn í Framsýn- stéttarfélagi þriðjudaginn 17. janúar kl. 17:15 í fundarsal félagsins. Málefni fundarins eru kjaramál og kaup á nýjum íbúðum í Reykjavík fyrir félagsmenn. Í næstu viku mun ráðast hvort samningunum verður sagt upp eða ekki. Þá eru uppi hugmyndir um að skipta út núverandi íbúðum Framsýnar í Reykjavík fyrir nýjar. Sjá dagskrá fundarins: Read more „Framsýn boðar til félagsfundar um kjara- og íbúðakaup“

Hörð gagnrýni á stjórnvöld

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar sem jafnframt er samninganefnd félagsins hóf fund í dag kl. 17:15 og var fundinum að ljúka rétt í þessu. Aðalefni fundarins voru kjaramál. Hörð gagnrýni kom fram á fundinum með framkomu stjórnvalda í garð verkafólks.  Óþolandi væri að ríkistjórn Íslands stæði ekki við gefin loforð um velferð, jöfnuð og réttlæti. Read more „Hörð gagnrýni á stjórnvöld“

Betri tímar framundan

Í samtali við heimasíðu stéttarfélaganna segir formaður Framsýnar að of margir hafi átt erfitt fyrir jólin. Það hafi því verið afar ánægjulegt að finna fyrir þeim mikla hlýhug sem mörg fyrirtæki, félagssamtök og einstaklingar hafi sýnt fyrir jólin með því að leggja sitt að mörgum til að sem flestum liði sem best yfir jólahátíðina. Read more „Betri tímar framundan“

Nýr starfsmaður til Vinnumálastofnunar

Í morgun byrjaði Jóhanna Björnsdóttir hjá Vinnumálastofnun en stofnunin er með skrifstofu í húsnæði stéttarfélaganna á Húsavík. Við það tækifæri afhenti forstöðumaður stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum Jóhönnu lyklavöldin að skrifstofunni. Jóhanna tekur við af Hilmari Val Gunnarssyni sem ráðinn hefur verið til Þekkingarnets Þingeyinga. Jóhanna verður í 40% starfi og verður opið frá kl. 11:00 til 14:00 alla virka daga. Read more „Nýr starfsmaður til Vinnumálastofnunar“

Fjölmennum á áramótadansleik!!

Það verður rosalegt stuð á Fosshótel Húsavík þegar stórsveitin SOS spilar undir dansi á nýjársnótt.  Dansleikurinn er í boði hljómsveitarinnar, fyrirtækja og félagasamtaka á svæðinu. Þar kemur Framsýn sterkt inn og leggur sitt að mörkum svo hægt sé að bjóða landsmönnum öllum frítt á dansleikinn. Koma svo!!

Samþykkt að óska eftir viðræðum við landhelgisgæsluna

Miklar umræður urðu um málefni sjómanna og forystu verkalýðshreyfingarinnar á aðalfundi Sjómannadeildar Framsýnar í gær.  Komið var m.a. inn á lífeyrissjóðsmál, kjaramál,  verðmyndun á afla, mönnun á ísfisktogurum, fiskveiðistjórnunarkerfið og framlagðar tillögur LÍÚ er snúa að endurskoðun kjarasamninga. Read more „Samþykkt að óska eftir viðræðum við landhelgisgæsluna“

Aðalfundur sjómanna vill breytingar

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar fór fram í dag og var mæting á fundinn góð. Fundurinn stóð yfir í fjóra tíma.  Góðar umræður urðu um málefni sjómanna og skýrslu stjórnar. Gagnrýni kom fram á forystu samtaka sjómanna og ASÍ. Samþykkt var að álykta um kjaramál og öryggisfræðslumál sjómanna. Stjórnin var endurkjörin og verður Jakob Hjaltalín áfram formaður deildarinnar. Read more „Aðalfundur sjómanna vill breytingar“

Jólakveðja

Starfsfólk og aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna senda félagsmönnum og  landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.