Landsvirkjun undirritaði nýlega samning við erlendan aðila um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkun. Kaupverðið er 5,6 milljarðar íslenskra króna. Read more „Milljarða fjárfestingar á Þeistareykjum“
Framsýn skipar aðgerðarhóp

Framsýn styrkir Völsung
Framsýn og Íþróttafélagið Völsungur hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára er varðar stuðning félagsins við knattspyrnudeild Völsungs. Samningurinn var undirritaður í morgun. Read more „Framsýn styrkir Völsung“
Verðbólgan 0,8% – lækkun á sykurskatti skilar sér ekki
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67% í febrúar og er ársverðbólga óbreytt frá fyrra mánuði 0,8% að því er fram kemur í nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Húsnæðisverð er enn leiðandi í hækkun verðlags en vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,9% undanfarið ár sé húsnæðisliðurinn undanskilinn. Read more „Verðbólgan 0,8% – lækkun á sykurskatti skilar sér ekki“
SGS ályktar um vaxta- og kjaramál
Formannafundur á vegum Starfsgreinasambands Íslands fór fram í gær. Framsýn og Verklaýðsfélag Þórshafnar eiga aðild að sambandinu. Á fundinum var ályktað um vaxta- og kjaramál. Sjá ályktun: Read more „SGS ályktar um vaxta- og kjaramál“
Völsungur stendur fyrir Húsavíkurkvöldi
Án efa verður ótrúlegt stuð á Húsavíkurkvöldi Völsungs í Kaplakrika í Hafnafirði laugardaginn 7. mars. Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk. Borðhald hefst svo stundvíslega kl. 20:00. Boðið verður upp á öndvegis læri frá Norðlenska, meðlæti frá Ekrunni og konfekt og kaffi frá þeim gömlu Braga og Nóa. Read more „Völsungur stendur fyrir Húsavíkurkvöldi“
Miklar hækkanir á gjaldskrám leikskóla – sjá samanburð við Norðurþing
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæðis hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2014 til 1. febrúar 2015. Tíu sveitarfélög hafa hækkað hjá sér gjaldskránna, óbreytt verð er hjá fjórum og eitt hefur lækkað. Framsýn óskaði eftir að Norðurþingi væri bætt inn í samanburðinn en sveitarfélagið var ekki inn í könnun ASÍ. Leikskólar á vegum Norðurþings koma misjafnlega út eftir verðflokkum miðað við aðra leikskóla á landinu. Read more „Miklar hækkanir á gjaldskrám leikskóla – sjá samanburð við Norðurþing“
Fréttabréf með orlofskostum sumarið 2015 væntanlegt
Félagsmenn stéttarfélaganna mega reikna með Fréttabréfi í byrjun mars sem helgað verður möguleikum félagsmanna á orlofskostum sumarið 2015. Félagsmenn geta reiknað með sambærilegu framboði og var síðasta sumar. Read more „Fréttabréf með orlofskostum sumarið 2015 væntanlegt“
Viðtal: Verkafólk á inni hlutdeild í góðærinu
„Einstakir fiskverkendur sýna kröfum okkar meiri og betri skilning í orði og verki en Samtök atvinnulífsins, sem draga einungis upp staðlaða og fyrirséða mynd af óðaverðbólgu og efnahagsþrengingum ef hækka eigi lægstu laun umtalsvert. Já, það er beinlínis sóknarfæri í sjávarútvegi að hækka laun landverkafólks verulega og fyrir því er innistæða í atvinnugreininni,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags. Read more „Viðtal: Verkafólk á inni hlutdeild í góðærinu“
Topp þjónusta hjá Flugfélaginu Erni
Það er vel hugsað um farþegana sem fljúga með Flugfélaginu Erni. Eins og menn hafa orðið varir við hefur veðurfarið verið heldur leiðinlegt undanfarið. Svo var þegar flogið var til Húsavíkur frá Reykjavík síðdegis á þriðjudaginn en þá var töluverð snjókoma og vindur. Í stað þess að senda farþegana út í snjókomuna var þeim boðið að ganga upp í vélina inn í flugskýlinu. Read more „Topp þjónusta hjá Flugfélaginu Erni“
Áhugaverður fundur um upplýsinga- og kynningarmál
Alþýðusambandið stóð fyrir samráðsfundi um upplýsinga- og kynningarmál síðasta mánudag. Um 30 fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins tóku þátt í fundinum sem var með þjóðfundarsniði. Fundarmenn veltu fyrir sér eftirfarandi spurningum; Read more „Áhugaverður fundur um upplýsinga- og kynningarmál“
VÞ- Styrkir félagsmenn vegna heilsueflingar
Íþróttamiðstöðin Ver á Þórshöfn hefur fest kaup á djúphitunarklefa sem er kærkomin viðbót við þá heilsuflóru sem fyrir var miðstöðinni. Stjórn sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Þórshafnar ákvað á fundi sínum í gær að niðurgreiða 10 tíma kort í klefann til sinna félagsmanna. Read more „VÞ- Styrkir félagsmenn vegna heilsueflingar“
Samiðn boðar til formannafundar um kjaramál
Samiðn hefur boðað til formannafundar aðildarfélaga ásamt samninganefnd sambandsins til að ræða vinnulag og áherslur í komandi kjarasamningsgerð. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík næsta föstudag. Read more „Samiðn boðar til formannafundar um kjaramál“
Miklar hækkanir á gjaldskrám leikskóla
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2014 til 1. febrúar 2015. Tíu sveitarfélög hafa hækkað hjá sér gjaldskrána, óbreytt verð er hjá fjórum og eitt hefur lækkað. Read more „Miklar hækkanir á gjaldskrám leikskóla“
Samstarf skilar árangri
Framsýn í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga og Rauða krossinn hafa staðið fyrir skyndihjálparnámskeiðum fyrir félagsmenn og reyndar aðra áhugasama á svæðinu. Framsýn hefur niðurgreitt námskeiðin fyrir sína félagsmenn í gegnum þá fræðslusjóði sem félagið á aðild að. Read more „Samstarf skilar árangri“
Samninganefnd Framsýnar kölluð saman til fundar
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar sem jafnframt er aðalsamninganefnd félagsins hefur verið kölluð saman til fundar miðvikudaginn 25. febrúar kl. 17:00. Fundurinn verður í fundarsal félagsins. Sjá dagsrká fundarins: Read more „Samninganefnd Framsýnar kölluð saman til fundar“
Hvar eru þingmennirnir?
Nokkrir atvinnurekendur og forsvarsmenn stéttar- og félagasamtaka tóku tal saman á götuhorni á Húsavík. Að sjálfsögðu voru mörg hagsmuna- og framfaramál á svæðinu tekin til umræðu s.s. atvinnuástandið, uppbyggingin á Bakka, sjávarútvegsmál, flutningur á kvóta úr bænum og þróunin sem orðið hefur í ferðaþjónustu á svæðinu sem er sífellt að eflast. Read more „Hvar eru þingmennirnir?“
Af hverju samningur til eins árs?
Fram eru komnar kröfur þeirra aðildarfélaga og sambanda innan Alþýðusambands Íslands sem hafa innanborðs tekjulægstu hópana í þjóðfélaginu vegna yfirstandandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningar þessara hópa eru lausir eftir viku. Read more „Af hverju samningur til eins árs?“
Framkvæmdir stopp
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að breyta iðnaðarhúsnæði við Langanesveg á Þórshöfn í íbúðir. Því miður hafa framkvæmdir stöðvast þar sem eigendur húsnæðisins hafa ekki gert upp við verktakana sem komið hafa að framkvæmdunum. Read more „Framkvæmdir stopp“
Fleiri myndir, takk fyrir!
Í tilefni af því að fjölmargir hafa farið inn á heimasíðu stéttarfélaganna til að skoða skemmtilegar myndir sem starfsmenn tóku í gær á Öskudaginn koma hér nokkrar myndir í viðbót. Smá mont, þá þykkja myndirnar líka nokkuð góðar að mati lesenda síðunnar, gaman af því. Sjá myndir: Read more „Fleiri myndir, takk fyrir!“