Verðbólgan 0,8% – lækkun á sykurskatti skilar sér ekki

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67% í febrúar og er ársverðbólga óbreytt frá fyrra mánuði 0,8% að því er fram kemur í nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Húsnæðisverð er enn leiðandi í hækkun verðlags en vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,9% undanfarið ár sé húsnæðisliðurinn undanskilinn. Read more „Verðbólgan 0,8% – lækkun á sykurskatti skilar sér ekki“

Miklar hækkanir á gjaldskrám leikskóla – sjá samanburð við Norðurþing

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæðis hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2014 til 1. febrúar 2015. Tíu sveitarfélög hafa hækkað hjá sér gjaldskránna, óbreytt verð er hjá fjórum og eitt hefur lækkað. Framsýn óskaði eftir að Norðurþingi væri bætt inn í samanburðinn en sveitarfélagið var ekki inn í könnun ASÍ. Leikskólar á vegum Norðurþings koma misjafnlega út eftir verðflokkum miðað við aðra leikskóla á landinu. Read more „Miklar hækkanir á gjaldskrám leikskóla – sjá samanburð við Norðurþing“

Viðtal: Verkafólk á inni hlutdeild í góðærinu

„Einstakir fiskverkendur sýna kröfum okkar meiri og betri skilning í orði og verki en Samtök atvinnulífsins, sem draga einungis upp staðlaða og fyrirséða mynd af óðaverðbólgu og efnahagsþrengingum ef hækka eigi lægstu laun umtalsvert. Já, það er beinlínis sóknarfæri í sjávarútvegi að hækka laun landverkafólks verulega og fyrir því er innistæða í atvinnugreininni,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags. Read more „Viðtal: Verkafólk á inni hlutdeild í góðærinu“

Topp þjónusta hjá Flugfélaginu Erni

Það er vel hugsað um farþegana sem fljúga með Flugfélaginu Erni. Eins og menn hafa orðið varir við hefur veðurfarið verið heldur leiðinlegt undanfarið. Svo var þegar flogið var til Húsavíkur frá Reykjavík síðdegis á þriðjudaginn en þá var töluverð snjókoma og vindur. Í stað þess að senda farþegana út í snjókomuna var þeim boðið að ganga upp í vélina inn í flugskýlinu. Read more „Topp þjónusta hjá Flugfélaginu Erni“

Hvar eru þingmennirnir?

Nokkrir atvinnurekendur og forsvarsmenn stéttar- og félagasamtaka tóku tal saman á götuhorni á Húsavík. Að sjálfsögðu voru mörg hagsmuna- og framfaramál á svæðinu tekin til umræðu s.s. atvinnuástandið, uppbyggingin á Bakka, sjávarútvegsmál, flutningur á kvóta úr bænum og þróunin sem orðið hefur í ferðaþjónustu á svæðinu sem er sífellt að eflast. Read more „Hvar eru þingmennirnir?“