Allir þeir sem eiga erindi á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag eða gera sér erindi verður boðið upp á heimsins besta vöfflukaffi með rjóma og sultu. Tilefnið er að búið er að skrifa undir kjarasamninga við 23 fyrirtæki á félagssvæði Framsýnar sem fela í sér lágmarkslaun upp á kr. 300.000,-. Það er full ástæða til að fagna því.
Búist er við góðu rensli fólks á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag. Starfsmenn bjóða upp á vöfflukaffi í tilefni að því að búið er að skrifa undir á þriðja tug kjarasamninga.