Jöfnuður býr til betra samfélag!

Það er löngu þekkt að norræna samfélagsgerðin hefur betur náð að sameina jöfnuð og samkeppnishæfni en þekkist meðal annarra þjóða. Með því að tengja saman skýra og ábyrga hagstjórn, umfangsmikið og traust velferðarkerfi og skipulagðan vinnumarkað með öflugum samtökum launafólks og atvinnurekenda með skýrt umboð hafa Norðurlöndin skapað þegnum sínum lífsgæði sem skipar þeim í fremstu röð. Read more „Jöfnuður býr til betra samfélag!“

Búist við fjölmenni í höllina á morgun

Í kvöld hefur verið unnið að því að gera allt klárt fyrir hátíðarhöldin á morgun á Húsavík enda full ástæða til að fjölmenna í höllina, það er Íþróttahöllina á Húsavík þar sem hátíðarhöld stéttarfélaganna fara fram. Hátíðarhöldin hefjast kl. 14:00. Dagskráin er glæsileg, en sjá má hana hér til hliðar. Sjáumst á morgun með baráttuandann á lofti. Read more „Búist við fjölmenni í höllina á morgun“

Félagar munið samstöðufundinn í kvöld

Framsýn boðar til samstöðufundar/félagsfundar í kvöld kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Farið verður yfir stöðu mála og næstu skref í kjaraviðræðum félagsins við viðsemjendur. Fyrir liggur tillaga um að heimla formanni að fara í viðræður við forsvarsmenn fyrirtækja á félagssvæðinu í ljósi stöðunnar þar sem allt er í hnút í kjaraviðræðum SGS og SA. Þá verður gengið frá reglum um greiðslur úr Vinnudeilusjóði félagsins til félagsmanna. Félagar fjölmennið þrátt fyrir leiðinda veður.

Er þetta skýringin á áhugaleysi SA?

Fyrir liggur að þeir sem stjórna Samtökum atvinnulífsins tengjast flestir fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Margir velta því fyrir sér hvort það skýri áhugaleysið hjá þeim að ganga frá samningi við aðildarfélög Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni. Það sé ekki sami þrýstingur þrátt fyrir að félögin hafi boðað til verkfalla í næstu viku. Read more „Er þetta skýringin á áhugaleysi SA?“

Vilja semja við Framsýn

Framsýn tekur upp viðræður við fyrirtæki í byggingariðnaði, ferðaþjónustu, iðnaði og matvælaiðnaði. Vilja ganga sem fyrst frá samningum á grunni kröfugerðar félagsins. Þetta segir formaður félagsins í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Mikið álag hefur verið á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag ekki síst vegna áhuga fyrirtækja að semja við félagið. Sjá viðtalið: Read more „Vilja semja við Framsýn“