Framsýn hefur borist svar við erindi félagsins um viðræður um framkvæmdir Landsnets við lagningu á háspennulínu frá Þeistareykjum til Húsavíkur með tengingu við Kröfluvirkjun. Í bréfi Landsnets til Framsýnar kemur fram að fyrirtækið muni fúslega verða við óskum félagsins og kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu sem verða á vegum fyrirtækisins. Reiknað er með að fundurinn verði um miðjan ágúst. Rétt er að taka fram að Þingiðn, félag iðnaðarmanna stendur einnig að þessu bréfi ásamt Framsýn enda um sameiginlega hagsmuni að ræða.
Stéttarfélögin, Framsýn og Þingiðn leggja mikið upp úr góður samstarfi við verkkaupa og verktaka á svæðinu og tengjast framkvæmdum á Bakka. Liður í því er að funda með forstarfsmönnum Landsnets í ágúst. Þá hefur einnig verið óskað eftir viðræðum við PCC varðandi framkvæmdir á Bakka. Fundartími hefur ekki verið ákveðin.