Til hamingju með daginn!

Í dag föstudaginn 19. júní 2015 minnumst við þess að að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þann dag var stigið stórt skref í jafnréttismálum hér á landi og lögin miðuðust ekki eingöngu við konur. Þau giltu einnig um alþýðu fólks á Íslandi, vinnumenn og eignalausir karlmenn öðluðust með þeim hinn sama rétt. Read more „Til hamingju með daginn!“

Kynningarfundir á Raufarhöfn og Þórshöfn

Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar leggja mikið upp úr því að félagsmenn séu vel meðvitaðir um helstu atriði þeirra kjarasamninga sem hafa verið undirritaðir undanfarið og varða félagsmenn þessara félaga. Með þessari frétt fylgja myndir frá tveimur fundum sem haldnir voru á Þórshöfn og Raufarhöfn. Fundirnir voru ágætlega sóttir. Read more „Kynningarfundir á Raufarhöfn og Þórshöfn“

Fæ ég koss í kaupbæti?

Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Read more „Fæ ég koss í kaupbæti?“

Pétur og Skarphéðinn heiðraðir í dag

Tveir sjómenn voru heiðraðir á Húsavík í dag, það voru bræðurnir Pétur og Skarphéðinn Olgeirssynir. Athöfnin fór fram í sal  Miðhvamms þar sem Slysavarnardeild kvenna stóð fyrir sjómannadagskaffi. Fjölmenni var við athöfnina sem fór vel fram. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sagði nokkur orð og rakti sjómannsferil þeirra bræðra sem má lesa hér: Read more „Pétur og Skarphéðinn heiðraðir í dag“

Rífandi stemning á Raufarhöfn

Framsýn stóð fyrir sínu árlega sumarkaffi á Raufarhöfn síðasta föstudag. Boðið var upp á kaffi og tertur sem kvenfélagið á staðnum lagði til. Forsvarsmenn Framsýnar voru á staðnum og gafst gestunum tækifæri á að eiga samræður við þá. Um hundrað manns nýtu sér tækifærið og tóku þátt í gleðinni á Raufarhöfn. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í boðinu. Read more „Rífandi stemning á Raufarhöfn“

Varnartröllið tók á verkalýðsforingjanum

Einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið, varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson frá Akureyri, kom við hjá formanni Framsýnar í gær og átti ágætis samræður við hann auk þess sem þeir tókust á í sjómanni. Hart var barist og lengi vel var mikið jafnræði með varnartröllinu og verkalýðsforingjanum. Eftir um klukkutíma rimmu og nokkur leikhlé hafði tröllið frá Akureyri betur. Read more „Varnartröllið tók á verkalýðsforingjanum“