Huld Aðalbjarnardóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri, kynnti ársreikning Framsýnar á aðalfundi félagsins fyrir árið 2014. Á árinu greiddu 2.378 félagsmenn til félagssjóðs Framsýnar á móti 2.265 á árinu 2013. 1.194 karlar og 1.184 konur. Iðgjöld félagsins námu 124.077.077 kr. á móti 115.193.347 kr. á árinu 2013 sem nemur um 8% hækkun á milli ára. Read more „Rekstur Framsýnar til mikillar fyrirmyndar“
Hákon kveður eftir áratuga starf
Aðalfundur orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum var haldinn síðastliðinn föstudag. Á fundinum lét Hákon Hákonarson af störfum sem formaður stjórnar orlofsbyggðarinnar en stjórnarseta hans spannar orðið yfir 38 ár. Read more „Hákon kveður eftir áratuga starf“
14 milljónir í fræðslustyrki til félagsmanna
Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2014 fengu 311 félagsmenn greiddar 12.439.189,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Sambærileg tala fyrir árið 2013 var kr. 10.036.496. Read more „14 milljónir í fræðslustyrki til félagsmanna“
Villa í auglýsingu um verkfallsboðun
Í Skránni í dag er auglýsing um næstu verkfallsaðgerðir þeirra sem fara eftir kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að. Þar kemur fram að mönnum beri að leggja niður vinnu 19. og 20. maí. Að sjálfsögðu á að standa 28. og 29. maí. Beðist er velvirðingar á þessu.
GPG- Fiskverkun greiðir mest til Framsýnar
Á aðalfundi Framsýnar kom fram að GPG-Fiskverkun greiddi mest allra sveitarfélaga/stofnana og fyrirtækja í iðgjöld til Framsýnar eða samtals kr. 9,9 milljónir á árinu 2014. Þar á eftir kemur sveitarfélagið Norðurþing með 9 milljónir. Read more „GPG- Fiskverkun greiðir mest til Framsýnar“
Líflegar umræður um kjaramál og ályktað
Miklar umræður urðu um kjaramál á fjölmennum aðalfundi Framsýnar þriðjudaginn 19. maí. Formaður hafði framsögu um málið. Hann fór yfir undirbúning félagsins við mótun kröfugerðar fyrir félagsmenn sem starfa eftir mismunandi kjarasamningum. Read more „Líflegar umræður um kjaramál og ályktað“
Reiði og gleði á aðalfundi Framsýnar
Aðalfundur Framsýnar fór fram þriðjudaginn 19. maí. Fundurinn var vel sóttur og gekk vel fyrir sig. Mörg mál voru á dagskrá fundarins auk þess sem gögn úr rekstri félagsins voru lögð fram. Ánægja kom fram á fundinum með starfsemi og rekstur félagsins sem er einn sá besti innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og sáu fundarmenn ástæðu til að klappa fyrir góðum árangri félagsins. Read more „Reiði og gleði á aðalfundi Framsýnar“
Námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu
Framsýn hefur ákveðið að standa fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu í vor. Námskeiðin sem verða félagsmönnum að kostnaðarlausu verða haldin þar sem þátttaka næst, það er í Mývatnssveit, Reykjadal, Húsavík, Öxarfirði og Raufarhöfn. Read more „Námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu“
Aðalfundur og glaðningur
Aðalfundur Framsýnar verður haldinn í kvöld, þriðjudag, í fundarsal stéttarfélaganna og hefst fundurinn kl. 20:00. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna og taka þátt í störfum félagsins á þessum tímamótum þegar allt logar í vinnudeilum. Allir fundargestir fá óvæntan glaðning frá félaginu. Þá verður boðið upp á kaffi og kleinur. Ekki missa af því. Read more „Aðalfundur og glaðningur“
Framsýn boðar til útifundar á Raufarhöfn
Framsýn hefur ákveðið að standa fyrir útifundi á Raufarhöfn föstudaginn 5. júní við Kaffi Ljósfang, það er daginn fyrir Sjómannadaginn. Fundurinn verður haldinn í samstarfi við Kaffi Ljósfang. Gestum verður boðið upp á kaffi og tertur auk þess sem þeim býðst að tala við forystumenn Framsýnar sem verða á staðnum. Read more „Framsýn boðar til útifundar á Raufarhöfn“
Spaugstofa Seðlabankans fer á kostum
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri er mikil talsmaður þess að lægstu launin í landinu hækki ekki og hefur varað við óðaverðbólgu komi til þess að þau verði hækkuð frá því sem nú er. Read more „Spaugstofa Seðlabankans fer á kostum“
SGS decides to postpone planned strikes
By postponing the strikes, SGS is taking responsibility in the ongoing dispute and is giving The Confederation of Icelandic Employers (SA) opportunity to make some serious proposals before strikes will paralyze the Icelandic labour market. Read more „SGS decides to postpone planned strikes“
Framsýn eflir Vinnudeilusjóð félagsins- reikna með hörðum deilum
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur samþykkt að leggja eftirfarandi tillögu fyrir aðalfund félagsins næstkomandi þriðjudag sem byggir á því að efla Vinnudeilusjóðs félagsins enn frekar þar sem reiknað er með hörðum deilum á vinnumarkaði á árinu. Read more „Framsýn eflir Vinnudeilusjóð félagsins- reikna með hörðum deilum“
Starfsgreinasambandið frestar verkföllum og gefur SA tækifæri til lausna
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Read more „Starfsgreinasambandið frestar verkföllum og gefur SA tækifæri til lausna“
Hvað gengur þeim til sem tala niður kjarabætur til verkafólks?
Skrif og viðtöl sem verið hafa við forseta ASÍ og fyrrverandi varaforseta Alþýðusambandsins síðustu dagana um kjarasamninga sem nokkur aðildarfélög innan SGS hafa gert við fyrirtæki á sínum félagssvæðum hafa kallað á umræðu og reiði verkafólks. Read more „Hvað gengur þeim til sem tala niður kjarabætur til verkafólks?“
Samningur í burðarliðnum við Eflingu
Framsýn hefur borist beiðni frá Ungmannafélaginu Eflingu í Reykjadal um samstarfssamning sem byggir á því að Framsýn komi að því að kaupa keppnisbúninga á iðkendur félagsins ásamt tveimur fyrirtækjum og Sparisjóði Suður-Þingeyinga en mikill áhugi er innan stjórnar Eflingar að efla félagið til góðra verka á komandi árum. Read more „Samningur í burðarliðnum við Eflingu“
Vöfflur og kaffi í boði í dag
Fjölmargir hafa komið við á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag og fengið sér vöfflur með rjóma og sultu. Tilefnið er að Framsýn hefur gengið frá 23 kjarasamningum við fyrirtæki á félagssvæðinu. Sjá myndir: Read more „Vöfflur og kaffi í boði í dag“
Vöfflukaffi í dag – allir velkomnir
Allir þeir sem eiga erindi á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag eða gera sér erindi verður boðið upp á heimsins besta vöfflukaffi með rjóma og sultu. Tilefnið er að búið er að skrifa undir kjarasamninga við 23 fyrirtæki á félagssvæði Framsýnar sem fela í sér lágmarkslaun upp á kr. 300.000,-. Það er full ástæða til að fagna því. Read more „Vöfflukaffi í dag – allir velkomnir“
Sambandslaus forseti – númerið 4646600
En á ný skýtur forseti Alþýðusambands Íslands föstum skotum að þeim sem eru talsmenn þess að hækka lægstu launin í landinu, þannig að þau taki mið af viðurkenndum framfærsluviðmiðum sem eru rúmlega 300.000 krónur á mánuði. Read more „Sambandslaus forseti – númerið 4646600“
Þúsundir skoða heimasíðu stéttarfélaganna
Greinilegt er að heimasíða stéttarfélaganna er vinsæl þessa dagana þegar allt er í uppnámi í þjóðfélaginu þar sem kjarasamningar eru lausir og allt logar í verkföllum. Read more „Þúsundir skoða heimasíðu stéttarfélaganna“