Framsýn hefur óskað eftir fundi með Samtökum atvinnulífsins vegna kjarasamnings félagsins og samtakanna sem gengið var frá í byrjun júní. Read more „SA og Framsýn funda“
Viðræður við sveitarfélögin halda áfram
Framsýn hefur undanfarið átt í viðræðum við Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð kjarasamnings fyrir félagsmenn er starfa hjá sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum og á Hvammi, heimili aldraðra. Samningsaðilar funduðu í gær og hafa ákveðið að halda viðræðum áfram á föstudaginn undir stjórn Ríkissáttasemjara. Read more „Viðræður við sveitarfélögin halda áfram“
Samningur í burðarliðnum fyrir beitningamenn
Fulltrúar Framsýnar funduðu í gær með forsvarsmönnum Landssambands smábátaeigenda um kjarasamning um ákvæðisvinnu við línu og net. Því miður tókust samningar ekki eins og menn höfðu reiknað með. Nú eru hins vegar allar líkur á því að skrifað verði undir kjarasamninginn á föstudaginn en hann er nú í yfirlestri hjá samningamönnum.
Starfsmenn Landsvirkjunar samþykktu kjarasamning
Félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá Landsvirkjun (Kröflu-Laxárvirkjun) samþykktu kjarasamning SGS/Framsýnar og fyrirtækisins í póstatkvæðagreiðslu. Talning fór fram í dag. Sama á við um aðra þá starfsmenn Landsvirkjunar sem eru félagsmenn innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands. Read more „Starfsmenn Landsvirkjunar samþykktu kjarasamning“
Framsýn vísar kjaradeilu við Bændasamtökin til Ríkissáttasemjara
Samninganefnd Framsýnar- stéttarfélags hefur samþykkt að vísa kjaradeilu félagsins og Bændasamtaka Íslands vegna landbúnaðarverkamanna til sáttameðferðar hjá Ríkissáttasemjara. Þess er vænst að sáttasemjari boði deiluaðila sem fyrst til fundar, ekki síst þar sem kjarasamningar hafa verið lausir í tæpa sjö mánuði. Fulltrúar Framsýnar munu fara yfir deiluna með Ríkissáttasemjara á morgun.
Viðræður í allan dag við sveitarfélögin
Samninganefnd Framsýnar hefur verið á fundi í dag með Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðræðurnar í dag gengu nokkuð vel og verður þeim haldið áfram á fimmtudaginn en dagurinn á morgun verður notaður í frekari undirbúningsvinnu þar sem skoða þarf tilboð Launanefndarinnar sem fulltrúar Framsýnar fengu í hendur í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa deilenda í hús kl. 10:30 á fimmudaginn.
Gengið frá kjarasamningi við Landsvirkjun
Starfsgreinsambandið fyrir hönd Framsýnar og annarra aðildarfélaga sinna gekk í dag frá kjarasamningi við Landsvirkjun. Samningurinn nær til félagsmanna Framsýnar er starfa við Laxárvirkjun og Kröflu. Read more „Gengið frá kjarasamningi við Landsvirkjun“
Móðgun og lítilsvirðing
Megn óánægja kom fram á fundi sem Framsýn boðaði til í dag með starfsmönnum sveitarfélaga á félagssvæðinu. Á fundnum fóru starfsmenn Framsýnar yfir tilboð samninganefndar sveitarfélaga til lausnar kjaradeilu félagsins og sveitarfélaganna. Góð mæting var á fundinn og komu fundarmenn víða að úr héraðinu. Read more „Móðgun og lítilsvirðing“
Jónsvika- menningarviðburður í Kaldbak
Jónsvika
Góð afsláttarkjör fyrir Framsýnarfélaga sem nota gleraugu
Framsýn hefur samið við Augað í Kringlunni, sem er ein af virtari gleraugnabúðum landsins, um góð afsláttarkjör fyrir félagsmenn, það er 15%. Félagsmenn sem vilja nýta sér kjörin eru beðnir um að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Þar fá þeir staðfestingu á því að þeir séu félagsmenn sem þeir framvísa svo þegar þeir kaupa gleraugun.Til viðbótar eiga svo félagsmenn rétt á gleraugnastyrk frá Framsýn.
Ágúst Óskarsson með þjóðhátíðarræðuna á Húsavík
Okkar maður, Ágúst Óskarsson starfsmaður Skrifstofu stéttarfélaganna, var með hátíðarræðinuna á Húsavík á þjóðhátíðardaginn. Þema dagsins var 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Hér má lesa ræðuna: Read more „Ágúst Óskarsson með þjóðhátíðarræðuna á Húsavík“
Úrslitastund næsta Þriðjudag í kjaradeilu við sveitarfélögin
Fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Framsýnar og Samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga vegna starfsmanna sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum næstkomandi þriðjudag. Fundurinn verður hjá Ríkissáttasemjara á hefst um morguninn. Aðalsteinn formaður Framsýnar telur fundinn vera mjög mikilvægan. Takist ekki að semja hljóti menn að skoða hvort ekki sé ástæða til að boða til verkfallsaðgerða. Read more „Úrslitastund næsta Þriðjudag í kjaradeilu við sveitarfélögin“
Viðræður við LS gengu vel í dag
Það gengur mikið á í samningaviðræðum um þessar mundir eins og fylgjast má með hér á heimasíðunni. Í dag funduðu fulltrúar Framsýnar ásamt Samninganefnd SGS með fulltrúum Landssambands smábátaeigenda um kaup og kjör starfsmanna við ákvæðisvinnu við línu og net. Fundurinn fór fram í Reykjavík. Viðræður gengu vel og ákveðið var að koma saman aftur til fundar í næstu viku. Read more „Viðræður við LS gengu vel í dag“
Kjarasamningur við Flugleiðahótel ehf undirritaður
Starfsgreinasambandið fh. Framsýnar og annarra aðildarfélaga hefur gengið frá samningi við Flugleiðahótel ehf. vegna sumarhótela þeirra s.s. á Stórutjörnum. Helstu breytingar eru eftirfarandi en hægt er að nálgast samninginn á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Read more „Kjarasamningur við Flugleiðahótel ehf undirritaður“
Látum ekki bjóða okkur þetta – fundað með sveitarstjórum
Framsýn hefur óskað eftir fundi næsta mánudag með sveitarstjórum á félagssvæðinu til að fara yfir gang kjaraviðræðna við Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga en sambandið sér um samningagerð fyrir sveitarfélögin. Þá hefur Framsýn einnig boðað til félagsfundar meðal starfsmanna sveitarfélaganna kl. 18:00 næstkomandi mánudag í fundarsal félagsins. Read more „Látum ekki bjóða okkur þetta – fundað með sveitarstjórum“
Félagar í STH samþykktu kjarasamninginn
Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning félagsmanna Samflotsins við sveitarfélögin (SNS) liggja nú fyrir en Starfsmannafélag Húsavíkur er aðili að samningnum. Read more „Félagar í STH samþykktu kjarasamninginn“
Fundað með Landsvirkjun
Fulltrúar Framsýnar og Starfsgreinasambandsins munu funda með forsvarsmönnum Landsvirkjunar eftir helgina en kjarasamningur aðila er laus. Félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá Landsvirkjun hafa fengið í hendur bréf þar sem þeim er boðið að koma sínum kröfum á framfæri við félagið. Read more „Fundað með Landsvirkjun“
Framsýn boðar til félagsfundar með starfsmönnum sveitarfélaga
Framsýn boðar félagsmenn sem jafnframt eru starfsmenn hjá sveitarfélögum og Hvammi til fundar í fundarsal félagsins mánudaginn 20. júní kl. 18:00.
Fundarefni: Staða kjaraviðræðna við Launanefnd sveitarfélaga og af hverju Framsýn gengur ekki að tilboði sveitarfélaganna um launahækkanir.
Mikilvægt er að félagsmenn sem eru starfandi hjá sveitarfélögum komi á fundinn og kynni sér stöðu mála.
Framsýn- stéttarfélag
Viðræður um endurskoðun á kjarasamningi starfsmanna í landbúnaði
Fulltrúar Framsýnar munu halda kjaraviðræðum áfram á morgun, þriðjudag. Boðað hefur verið til samningafundar kl. 13:00 í Reykjavík. Fulltrúar Framsýnar og Starfsgreinasambands Íslands munu þá funda með forsvarsmönnum bænda um endurskoðun á kjarasamningi er varðar landbúnaðarverkamenn. Vonir eru bundnar við að viðræðurnar klárist á næstu dögum með samningi.
Haukur Tryggvason jarðsungin í dag
Útför Hauks Tryggvasonar fór fram frá Húsavíkurkirkju í dag. Það voru félagar hans í Framsýn sem báru kistuna úr kirkjunni. Þá var fáni Framsýnar einnig hafður í kirkjunni að ósk Hauks sem starfaði í trúnaðarmannaráði auk þess að vera í stjórn sjúkrasjóðs félagsins. Haukur var góður drengur og starfaði vel fyrir Framsýn, hans verður sárt saknað. Félagsmenn Framsýnar votta Sigrúnu Kjartansdóttur og fjölskyldu innilegrar samúðar. Sjá minningargrein eftir formann Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson. Read more „Haukur Tryggvason jarðsungin í dag“