Athyglisvert frumvarp – jöfnun húshitunarkostnaðar

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að jafna húshitunarkostnað á landinu. Samkvæmt frumvarpinu verður kostnaður við flutning og dreifingu rafmagns vegna húshitunar hjá þeim sem ekki eiga kost á hitun með jarðvarma að fullu niðurgreiddur frá og með byrjun næsta árs. Með þessu er ætlun ríkistjórnarinnar að jafna búsetuskilyrði um allt land hvað þetta varðar. Í dag er það þannig að um 90% landsmanna geta hitað hús sín með jarðvarma, sem er ódýrari kostur en rafhitun. Fyrir liggur að íbúar á nokkrum svæðum í Þingeyjarsýslum hafa t.d. orðið að hita sín hús upp með rafmagni s.s. á Raufarhöfn, Þórshöfn og í nærliggjandi sveitum.
Það ber að fagna framlögðu frumvarpi sem felur í sér að jafna húshitunarkostnað í landinu.
Deila á