Sungið hástöfum

Fjölmargir grímuklæddir söngfuglar hafa lagt leið sína á skrifstofu stéttarfélaganna í dag til að syngja fyrir starfsfólkið.   Að sjálfsögðu voru allir söngvararnir leystir út með sælgætispoka fyrir ómakið áður en þeir flögruðu á næsta áfangastað, væntanlega í sömu erindagjörðum.  Lagið um Bjarnastaðabeljurnar hefur verið nokkuð vinsælt þetta árið en Gamli Nói hefur einnig fengið að hljóma í nokkrum mismunandi útgáfum.   Read more „Sungið hástöfum“

Kjaraviðræður áfram í gangi

Fulltrúar Framsýnar hafa undanfarið unnið að því að ganga frá kjarasamningum fyrir félagsmenn. Í gær var fundað áfram með fulltrúum smábátaeigenda um kjarasamning fyrir sjómenn á bátum undir 15 brúttótonnum. Viðræðurnar ganga vel og er samningurinn á lokastigi. Í dag taka fulltrúar Framsýnar þátt í kjaraviðræðum við ríkið en öll aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands standa saman að þeim samningi. Read more „Kjaraviðræður áfram í gangi“

Framsýn leitar eftir ungu fólki til starfa.

Framsýn stóð nýlega fyrir fundi með þjóðfundarsniði um stöðu félagsins og framtíðarsýn. Þar kom sterklega fram að mikilvægt væri að auka vægi ungs fólk í störfum félagsins, það er í nefndum stjórnum og ráðum.  Nú hefur verið ákveðið að leita að ungu fólki á aldrinum 18 – 35 ára sem er tilbúið að taka þátt í öflugu og skemmtilegu starfi Framsýnar. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 464-6600 eða með því að senda póst á netfangið kuti@framsyn.is. Read more „Framsýn leitar eftir ungu fólki til starfa.“

Er þetta allt að koma?

 Þriðjudaginn 8. mars næstkomandi mun Jafnréttisstofa ásamt  KÍ, BHM, BSRB, ASÍ og Akureyrarbæ standa að fundi um launamun kynjanna, aðgerðir Akureyrarbæjar til að afnema launamun og verklag í framhaldinu. Þá verður að lokum fjallað um áhrif niðurskurðar á konur og karla og hvaða aðferðum er hægt að beita til að niðurskurður bitni ekki frekar á öðru kyninu. Read more „Er þetta allt að koma?“

Góður gangur í viðræðum við SA

Fulltrúar Verkalýðsfélags Þórshafnar hafa átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna breytinga á sérkjarasamningi félagsins vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðju ÍV á Þórshöfn. Unnið er að því að setja upp nýjan samning  og funduðu samningsaðilar í vikunni vegna þessa. Áfram verður unnið að því að klára uppsetninguna á samningum fyrir utan launaliðinn.

Bræðslufundur í dag

Ríkissáttasemjari hefur boðað formann samninganefndar bræðslumanna á Þórshöfn, Aðalstein Á. Baldursson, til fundar í dag kl. 13:00 í húsnæði Ríkissáttasemjara.Þá verður fundað með Samtökum atvinnulífsins um launalið samningsins en samningsaðilar hafa þegar gengið frá sérmálum starfsmanna.

Frambjóðandi til formanns VR í heimsókn

Í mars verður gengið frá kjöri á formanni VR. Alls gefa sjö frambjóðendur kost á sér. Einn af þeim er Páll Örn Líndal. Þess má geta að hann hefur komið sér upp heimasíðu www.pall-lindal.is. Þar má nálgast frekari upplýsingar um framboðið. Páll kom í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélganna í morgun. Þar ræddi hann um verkalýðsmál við Aðalstein formann Framsýnar, Snæbjörn Siguðarson formann Deildar Verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar og Ágúst Óskarsson fyrrverandi formann Verslunarmannafélags Húsavíkur.   Read more „Frambjóðandi til formanns VR í heimsókn“

Viðræðum fram haldið á eftir

Nú kl. 10:00 munu viðræður fulltrúa Framsýnar og smábátaeigenda á félagssvæði Framsýnar halda áfram. Markmiðið er að ganga frá kjarasamningi fyrir sjómenn á bátum innan við 15 brúttótonn. Slíkur samningur hefur ekki verið til fram að þessu. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðustu vikurnar og hafa gengið vel. Hugsanlega munu þær fara langt í dag.

Athyglisverð könnun ASÍ um launastefnu

Alþýðusamband Íslands sá ástæðu til að gera könnun á viðhorfi Íslendinga til sameignlegrar launastefnu og hvort starfsfólk í útflutningsgreinum ætti að njóta góðrar afkomu í sjávarútvegi með sérstökum hækkunum til þeirra.

Að sjálfsögðu var passað upp á að spurningin væri villandi, væntanlega til að fá fram hentuga niðurstöðu sem tókst með miklum ágætum því um 94% svarenda lýstu yfir stuðningi við samræmda launastefnu, meðan aðeins 6% svarenda vildi sjá sérstakar hækkanir til starfsfólks í útflutningsgreinum, en þar hefur verið bullandi góð afkoma. Read more „Athyglisverð könnun ASÍ um launastefnu“

Málmiðnaðarmenn álykta með Þingeyingum

Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna Akureyri (FMA) var haldinn í gær, laugardaginn 26. ferbrúar. Hákon Hákonarson var endurkjörinn sem formaður félagsins. Félagssvæði þess er Akureyri, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit og aðrir hreppar Eyjafjarðarsýslu, einnig Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Þrjár ályktanir voru samþykktar á fundinum. Í fyrsta lagi um uppbyggingu atvinnulífsins í Þingeyjarsýslu, í öðru lagi um Vaðalheiðargöng og í þriðja og síðasta lagi var samþykkt ályktun um áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Read more „Málmiðnaðarmenn álykta með Þingeyingum“

Framsýn leggur fram sóknaráætlun í atvinnumálum

Í gær gengu fulltrúar Framsýnar- stéttarfélags á fund ríkistjórnar Íslands til að kynna fyrir þeim sóknaráætlun félagsins í atvinnumálum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt Sigurði Snævarr efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar tóku á móti gestunum frá Húsavík. Að hálfu Framsýnar tóku Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar og Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður þátt í fundinum. Fulltrúar Framsýnar gerðu fulltrúum ríkistjórnarinnar grein fyrir sóknaráætlun félagsins í atvinnu- og byggðaþróun.

Read more „Framsýn leggur fram sóknaráætlun í atvinnumálum“

Fyrsti samningafundurinn með LS í gær

Fyrsti samningafundurinn með Landssambandi smábátaeigenda vegna kjarasamnings fyrir starfsmenn sem starfa við ákvæðisvinnu við línu og net fór fram í höfuðstöðvum þeirra í gær að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Fulltrúar Framsýnar, Verkalýðsfélags Þórshafnar og Verkalýðsfélags Akraness lögðu fram sínar kröfur auk þess sem gengið var frá viðræðuáætlun milli aðila. Read more „Fyrsti samningafundurinn með LS í gær“

Framsýn gengur á fund ríkistjórnarinnar kl 15:30 í dag

Fulltrúar Framsýnar- stéttarfélag munu ganga á fund með fulltrúum ríkistjórnarinnar kl 15:30 í dag í Stjórnarráðinu. Þar mun Framsýn kynna hugmyndir félagsins varðandi atvinnuuppbyggingu og sóknarfæri í atvinnumálum í Þingeyjarsýslum. Nánar verður fjallað um fundinn á heimasíðu félagsins á morgun. Innan Framsýnar er 2.200 félagsmenn og nær félagssvæðið frá Vaðlaheiði allt austur á Raufarhöfn. Read more „Framsýn gengur á fund ríkistjórnarinnar kl 15:30 í dag“