Er þetta allt að koma?

 Þriðjudaginn 8. mars næstkomandi mun Jafnréttisstofa ásamt  KÍ, BHM, BSRB, ASÍ og Akureyrarbæ standa að fundi um launamun kynjanna, aðgerðir Akureyrarbæjar til að afnema launamun og verklag í framhaldinu. Þá verður að lokum fjallað um áhrif niðurskurðar á konur og karla og hvaða aðferðum er hægt að beita til að niðurskurður bitni ekki frekar á öðru kyninu. Read more „Er þetta allt að koma?“

Góður gangur í viðræðum við SA

Fulltrúar Verkalýðsfélags Þórshafnar hafa átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna breytinga á sérkjarasamningi félagsins vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðju ÍV á Þórshöfn. Unnið er að því að setja upp nýjan samning  og funduðu samningsaðilar í vikunni vegna þessa. Áfram verður unnið að því að klára uppsetninguna á samningum fyrir utan launaliðinn.

Í vetur taka nemendur í 8.-10.bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn þátt í verkefni sem ber yfirskriftina Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Það er áhuga- og hugsjónarmannafélagið Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni sem standa fyrir þessu. Read more

kuti Fréttir