Þriðjudaginn 8. mars næstkomandi mun Jafnréttisstofa ásamt KÍ, BHM, BSRB, ASÍ og Akureyrarbæ standa að fundi um launamun kynjanna, aðgerðir Akureyrarbæjar til að afnema launamun og verklag í framhaldinu. Þá verður að lokum fjallað um áhrif niðurskurðar á konur og karla og hvaða aðferðum er hægt að beita til að niðurskurður bitni ekki frekar á öðru kyninu. Read more „Er þetta allt að koma?“
25 þúsund sjómenn farast árlega við störf
Góður gangur í viðræðum við SA
Fulltrúar Verkalýðsfélags Þórshafnar hafa átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna breytinga á sérkjarasamningi félagsins vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðju ÍV á Þórshöfn. Unnið er að því að setja upp nýjan samning og funduðu samningsaðilar í vikunni vegna þessa. Áfram verður unnið að því að klára uppsetninguna á samningum fyrir utan launaliðinn.
Tilkynning til félagsmanna Framsýnar
Á árinu 2010 greiddu til Framsýnar- stéttarfélags 2023 launamenn iðgjöld skv. ákvæðum kjarasamninga. Félagið gætir hagsmuna þeirra allra gagnvart atvinnurekendum í héraði og fer með umboð þeirra í samstarfi verkalýðshreyfingarinnar á landsvísu. Read more „Tilkynning til félagsmanna Framsýnar“
Í vetur taka nemendur í 8.-10.bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn þátt í verkefni sem ber yfirskriftina Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Það er áhuga- og hugsjónarmannafélagið Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni sem standa fyrir þessu. Read more
