Þingeyjarsveit sem er vaxandi sveitarfélag leitar að starfsmönnum til starfa. Um er að ræða mörg spennandi störf. Hér má fræðast betur um störfin sem eru í boði í þessu frábæra sveitarfélagi.
Sumarstörf í íþróttamiðstöðvum Þingeyjarsveitar
Íþróttamiðstöðvar Þingeyjarsveitar óska eftir sumarstarfsfólki til starfa frá byrjun júní 2025. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, vera með ríka þjónustulund og samskiptahæfileika. Nauðsynlegt er að hafa frumkvæði, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa kunnáttu í skyndihjálp. Hreint sakarvottorð er skilyrði. Reynsla af afgreiðslustörfum, gæslu og þrifum er kostur.
Sundlaugin á Laugum
Auglýst er eftir fólki til að sinna sundlaugarvarðarstarfi í tímavinnu. Um er að ræða gæslu á sundlaugarsvæði, vöktun og þrif. Nauðsynlegt er að standast sundpróf laugarvarða skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Már, magnus@thingeyjarsveit.is
Íþróttamiðstöðin í Reykjahlíð
Auglýst er eftir sumarstarfsmanni í 100% starf. Starfið felur í sér afgreiðslustörf, gæslu, þrif og annað sem til fellur. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Price, asta.price@thingeyjarsveit.is
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til 25. mars 2025.
Umsóknum ásamt ferilskrá og sakavottorði skal skila á skrifstofu Þingeyjarsveitar eða á netfangið umsokn@thingeyjarsveit.is.
Starf í heimaþjónustu í Bárðardal og Kinn
Um er að ræða u.þ.b. 5 – 6 tíma í viku (einn dag) eins og er við þjónustu á heimilum í Bárðardal, við Ljósavatn og í Kaldakinn. Mikill sveigjanleiki í vinnutíma.
Félagsleg heimaþjónusta felur í sér margskonar aðstoð við einstaklinga á heimilum sínum sem geta ekki hjálparlaust sinnt daglegum verkefnum vegna öldrunar, veikinda, álags eða fötlunar. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu þar sem samskipti og virðing eru höfð í fyrirrúmi. Þrif, aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf er stórt verkefni í heimaþjónustu en einnig er um að ræða verkefni tengd félagslegum stuðningi og önnur aðstoð og stuðningur. Starfsmaður í heimaþjónustu þarf að vera hvetjandi og jafnframt sýna umburðarlyndi og skilning á aðstæðum þjónustuþega.
Hæfniskröfur:
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, frumkvæði, sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt
- Áhugi og/eða reynsla af að starfa með öldruðum
- Almenn kunnátta við þrif og önnur heimilisstörf
- Stundvísi, heiðarleiki og góð kunnátta í íslensku
- Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri, hafi gild ökuréttindi og bíl til umráða
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gerð er krafa um hreint sakarvottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2025.
Umsóknir skal senda í tölvupósti til sviðsstjóra fjölskyldusviðs Þingeyjarsveitar: asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta F. Flosadóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 512 1800 eða á netfangið asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is
Flokksstjóri vinnuskóla
Starfið felst m.a. í því að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu í samráði við verkstjóra áhaldahúss. Sinna verkefnum við hreinsun á umhverfi og almennum garðyrkjustörfum. Flokksstjóri vinnur auk þess markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda.
Hæfniskröfur:
- Vera góð fyrirmynd
- Stundvísi og vinnusemi
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. júní eða eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2025.
Nánari upplýsingar um starfi veitir Ásta F. Flosadóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs: asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is eða í síma 512-1800.
Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skila á netfangið umsokn@thingeyjarsveit.is
Öll kyn eru hvött til þess að sækja um. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Sumarstarf í Þjónustumiðstöð Þingeyjarsveitar
Í starfinu felst m.a. sláttur opinna svæða og umhirða lóða stofnanna, viðhald og eftirlit með eignum sveitarfélagsins, ásamt öðrum störfum sem falla undir verksvið Þjónustumiðstöðvar.
Menntunar- og hæfniskröfur :
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Geta til að vinna í teymi
- Ökuréttindi eru skilyrði
- Vinnuvélaréttindi eru æskileg
- Aukin ökuréttindi eru kostur
- Íslenskukunnátta
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. júní eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefur Ingimar Ingimarsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Þingeyjarsveitar í síma 512-1800 eða í tölvupósti ingimar@thingeyjarsveit.is
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars og skal senda umsóknir á umsokn@thingeyjarsveit.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.
Öll kyn eru hvött til þess að sækja um. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Aðstoð í eldhúsi Þingeyjarskóla
Við óskum eftir að ráða starfsfólk í mötuneyti Þingeyjarskóla. Um er að ræða tvær stöður:
• 80% starfshlutfall.
• 65% starfshlutfall.
Ráðið er í stöðurnar frá 1. apríl n.k. eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni
• Vinnur undir leiðsögn yfirmatráðs.
• Þátttaka í matseld fyrir nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla.
• Sér um að matur sé samkvæmt lýðheilsumarkmiðum, hollur, fjölbreyttur og snyrtilega framborinn.
• Frágangur og þrif í eldhúsi og matsal.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er kostur.
• Skipulagshæfni, snyrtimennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hæfni í mannlegum samskipum og frumkvæði í starfi.
• Stundvísi og áreiðanleiki.
Þingeyjarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með um 100 nemendur. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 17. mars og skulu umsóknir berast á netfangið lilja@thingskoli.is
Frekari upplýsingar veitir Lilja Friðriksdóttir, skólastjóri Þingeyjarskóla, í gegnum tölvupóst lilja@thingskoli.is og í síma 464-3580/847-2372.