Ársfundur Stapa í næstu viku

Ársfundur Stapa, lífeyrissjóðs verður haldinn í Skjólbrekku 12. maí kl. 14:00. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum með málfrelsi og tillögurétti. Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem kosnir eru á fundum aðildarfélaga sjóðsins. Framsýn vill hér með skora á sjóðfélaga að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um málefni sjóðsins. Hægt er að nálgast gögn varðandi fundinn á heimasíðu sjóðsins www.stapi.is

Takk fyrir frábæran dag!!!

Forsvarsmenn aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna vilja þakka Þingeyingum fyrir frábæra þátttöku í hátíðarhöldunum í gær á Húsavík. Yfir þúsund gestir komu í höllina og hlýddu á magnaða tónlistardagskrá auk þess sem Gísli Einarsson skemmti gestum. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og formaður Framsýnar þrumaði yfir hátíðargestunum.

Read more „Takk fyrir frábæran dag!!!“

Leik lokið, stjöruliðið sigraði

Það var kátt í höllinni í dag þegar Stjörnulið Kúta sigraði Karlaklúbbinn SÓFÍU í spennandi fyrrihálfleik. Seinni hálfleikurinn varð nefnilega ekkert spennandi þar sem Stjörnuliðið rúllaði yfir SÓFÍU í þeim hluta leiksins. Fjölmargir áhorfendur urðu vitni að stórsigri stjörnuliðsins. Af virðingu við SÓFÍU verður ekki getið um úrslitin.

Read more „Leik lokið, stjöruliðið sigraði“

Forsetahjónin og RÚV á Húsavík 1. maí

Margt verður um góða gesti á 1. maí hátíðarhöldunum á Húsavík.  Í tilefni þess að þann 14. apríl síðastliðinn voru 100 ár liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur verður hátíðin enn veglegri en verið hefur undanfarin ár.  Meðal gesta sem heiðra Þingeyinga með nærveru sinni á 1. maí verða forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff en forsetinn mun auk þess flytja ávarp á hátíðinni.  Það er mikill heiður fyrir Þingeyinga að fá svo góða gesti í heimsókn til að fagna þessum merku tímamótum.  Fulltrúar frá Ríkissjónvarpinu hafa einnig boðað komu sína á Húsavík á sunnudaginn til að fjalla um hátíðina. Read more „Forsetahjónin og RÚV á Húsavík 1. maí“

Nemendur úr FSH í heimsókn

Góðir gestir úr Framhaldsskóla Húsavíkur komu í  heimsókn í gær til að kynna sér starfsemi stéttarfélaganna. Mjög gott samstarf hefur verið milli skólans og félaganna um kynningu á félögunum og atvinnulífinu á svæðinu. Unglingarnir voru duglegir að spyrja um flest milli himins og jarðar. Þá hefur fulltrúum Framsýnar verið boðið að koma í tvo grunnskóla á svæðinu í maí með kynningu á starfsemi félagsins. Read more „Nemendur úr FSH í heimsókn“

Halda viðræðum áfram eftir helgi

Lítill árangur varð á sáttafundi Framsýnar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins sem er nýlokið. Viðræðunum hefur þó ekki verið slitið og eru deiluaðilar boðaðir til fundar eftir helgina.

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, segir að samninganefnd félagsins hafi á fundinum í dag lýst yfir óánægju sinni með vinnubrögð SA, sem hafi fyrir páska lofað að skila gögnum og svörum við tillögum félagsins á þessum fundi en við það hafi ekki verið staðið nema að hluta til. Read more „Halda viðræðum áfram eftir helgi“

Fundað í dag með SA

Fulltrúar Framsýnar munu funda um kjaramál með Samtökum atvinnulífsins í dag kl. 14:00. Því miður hafa viðræður gengið illa og hefur SA að mestu hunsað kröfur Framsýnar um hækkun lægstu launa. Þá hafa þeir staðið sig mjög illa í að skila umbeðnum gögnum til félagsins er varðar viðræðurnar. Read more „Fundað í dag með SA“

Afmælishátíð 1. maí

Stéttarfélögin bjóða til hátiðarhalda  í Íþróttahöllinni á Húsavík þann 1. maí klukkan 14:00.  Í tilefni að því að 100 ár eru liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur verður hátíðin með veglegra móti.  Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands mun flytja hátíðarávarp og einnig verður boðið upp á fjölda skemmtikrafta.

Smellið á myndina til að sjá dagskrána á hátíðinni.

Afmælisgjöf til félagsmanna Framsýnar

Þann 14. apríl 2011 voru liðin 100 ár frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur, nú Framsýnar- stéttarfélags. Í tilefni af því hefur verið samþykk að færa félagsmönnum afmælisgjöf frá félaginu kr. 22.500.000,-  sem skiptist jafnt milli þeirra sem voru fullgildir félagsmenn 31. mars 2011. Það á við um þá sem greitt hafa félagsgjald síðustu 12 mánuði  svo og elli- og örorkulífeyrisþega sem greiða ekki lengur til félagsins af þeim sökum. Read more „Afmælisgjöf til félagsmanna Framsýnar“

Glæsileg afmælisveisla framundan

Þegar er ljóst að afmælishátíð Framsýnar í Íþróttahöllinni 1. maí verður glæsileg og fjölmargir listamenn munu koma þar fram. Hátíðin hefst kl. 14:00.  Forseti Íslands ávarpar samkomuna, Kirkjukór Húsavíkur og hljómsveitin SOS flytja nokkur þekkt dægurlög. Karlakórinn Hreimur kemur einnig fram ásamt Hundi í óskilum, Heru Björk Þórhallsdóttur og grínaranum Gísla Einarssyni. Read more „Glæsileg afmælisveisla framundan“