Framsýn stéttarfélag boðar til fundar um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands sem undirritaður var laugardaginn 3. desember.
Kjarasamningurinn nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa á almenna vinnumarkaðinum, ekki við verslun og þjónustu eða hjá ríkinu og sveitarfélögum.
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 12. desember kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Rafræn kosning verður um samninginn. Sjá má nánara fyrirkomulag um kosninguna inn á heimasíðu félagsins framsyn.is. í vikunni þegar búið verður að forma hana.
Félagar, fjölmennið og hafið skoðanir á kjarasamningnum. Verði hann samþykktur í atkvæðagreiðslu gildir hann frá 1. nóvember að öðrum kosti verður viðræðum við Samtök atvinnulífsins haldið áfram.
Stjórn Framsýnar