„Ég þoli ekki lygi, þetta er ekki satt,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar, um skrif Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þar sem hún segir laun í fiskvinnslu á Íslandi vera hærri en meðallaun í landinu.
„Það sem ég geri athugasemdir við er það þegar samtök eins og SFS falla í þá gryfju að láta áróðurinn bera sig ofurliði og ljúga, því þessar tölur liggja allar fyrir.
Þau fullyrða það að laun í fiskvinnslu séu þau hæstu í öllum heiminum sem og að þau séu hærri en meðallaun hér á landi, sem er bara lygi,“ segir hann í samtali við mbl.is og bætir við: „Þetta er allt saman lygi.“ Nánar má lesa um málið inn á https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/07/28/thetta_er_allt_saman_lygi/