„Þetta er allt saman lygi“

„Ég þoli ekki lygi, þetta er ekki satt,“ seg­ir Aðal­steinn Á. Bald­urs­son, formaður stétt­ar­fé­lags­ins Fram­sýn­ar, um skrif Heiðrún­ar Lind­ar Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), þar sem hún seg­ir laun í fisk­vinnslu á Íslandi vera hærri en meðallaun í land­inu.

„Það sem ég geri at­huga­semd­ir við er það þegar sam­tök eins og SFS falla í þá gryfju að láta áróður­inn bera sig of­urliði og ljúga, því þess­ar töl­ur liggja all­ar fyr­ir.

Þau full­yrða það að laun í fisk­vinnslu séu þau hæstu í öll­um heim­in­um sem og að þau séu hærri en meðallaun hér á landi, sem er bara lygi,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við: „Þetta er allt sam­an lygi.“ Nánar má lesa um málið inn á https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/07/28/thetta_er_allt_saman_lygi/

Deila á