Hvaða skattabreytingar taka gildi um áramót?

Um ára­mót taka gildi ýms­ar skatta­breyt­ing­ar sem snerta bæði heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu. Fjár­málaráðuneytið fjall­ar um helstu efn­is­atriði breyt­ing­anna en nán­ari upp­lýs­ing­ar um ein­stak­ar breyt­ing­ar má finna í grein­ar­gerðum viðkom­andi laga­frum­varpa á vef Alþing­is.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu, að um ára­mót­in muni nýtt viðmið um þróun þrepa- og skatt­leys­is­marka tekju­skatts ein­stak­linga taka gildi. Breyt­ing­in sé síðasti áfangi skatt­kerf­is­breyt­inga fyr­ir ein­stak­linga síðustu ár, þar sem tekju­skatt­ur hafi lækkað tals­vert – mest hjá tekju­lægri hóp­um.

„Þrepa- og skatt­leys­is­mörk munu þá þró­ast í takt við vísi­tölu neyslu­verðs að viðbættu mati á lang­tíma­fram­leiðni. Miðað verður við 1% fram­leiðni­vöxt á ári sem tekið verður til end­ur­skoðunar á fimm ára fresti, næst vegna staðgreiðslu­árs­ins 2027. Skatt­leys­is­mörk munu því hækka um­fram það sem þau gerðu þegar einnig verður tekið mið af fram­leiðniaukn­ingu. Sama viðmið verður hér eft­ir notað við upp­færslu skatt­leys­is- og þrepa­marka þannig að skatt­byrði mis­mun­andi tekju­hópa þró­ist ekki með ólík­um hætti til lengri tíma litið. Áður fylgdu þrepa­mörk efsta þreps­ins launa­vísi­tölu en skatt­leys­is­mörk fylgdu vísi­tölu neyslu­verðs. Mis­mik­il hækk­un skatt­leys­is- og þrepa­marka hef­ur leitt til þess að hlut­falls­leg skatt­byrði ein­stak­linga í neðri hluta tekju­dreif­ing­ar­inn­ar hef­ur hækkað meira en hjá ein­stak­ling­um í efri hluta tekju­dreif­ing­ar­inn­ar án þess að sér­stök ákvörðun liggi fyr­ir þar um. Sam­tals hækka viðmiðun­ar­fjár­hæðir tekju­skatts um 6,1%. Skatt­hlut­föll tekju­skatts til rík­is­ins verður óbreytt ásamt meðal­útsvari,“ seg­ir í til­kynn­ingu fjár­málaráðuneyt­is­ins. 

Barna­bæt­ur

Þríþætt­ar breyt­ing­ar á barna­bót­um eru boðaðar um ára­mót­in. Fjár­hæðir barna­bóta munu hækka á bil­inu 5,5% til 5,8%. Þá munu neðri skerðing­ar­mörk tekju­stofns barna­bóta hækka um 8,0% og efri skerðing­ar­mörk um 12%.

Trygg­inga­gjald

Í árs­byrj­un 2022 mun tíma­bund­in lækk­un á al­menna trygg­inga­gjald­inu, sem var hluti af aðgerðapakka stjórn­valda vegna efna­hags­áhrifa kór­ónu­veirunn­ar, renna sitt skeið á enda. Skatt­hlut­fall al­menns trygg­inga­gjalds mun því fara úr 4,65% í 4,9%. Trygg­inga­gjald í heild breyt­ist þannig úr 6,1% í 6,35%.

Erfðafjárskatt­ur

Skatt­frels­is­mark erfðafjárskatts tek­ur ár­legri breyt­ingu miðað við þróun vísi­tölu neyslu­verðs og hækk­ar úr 5.000.000 kr. í 5.255.000  árs­byrj­un 2022. Er það í sam­ræmi við samþykkt­ar breyt­ing­ar við af­greiðslu fjár­laga 2021 þar sem skatt­frels­is­markið var hækkað úr 1,5 m.kr. í 5 m.kr. og skyldi fram­veg­is taka ár­lega breyt­ingu miðað við þróun vísi­tölu neyslu­verðs. Skatt­hlut­fallið helst óbreytt.

Nán­ar hér. 

(Þessi frétt er tekin af mbl.is)

Deila á