Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir kynningu í gær á nýgerðum kjarasamningi félagsins og Samninganefndar íslenskra sveitarfélaga. Félagið gerði kjarasamninginn í samstarfi við Framsýn. Eftir kynninguna í gær hófst atkvæðagreiðsla um samninginn sem stendur yfir í tvo daga. Annað kvöld verður því ljóst hvort samningurinn verður samþykktur eða ekki.
Formaður Framsýnar fór yfir helstu atriði samnigsins í gær með starfsmönnum Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.