Nokkrir góðir gestir komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag. Meðal þeirra sem komu voru Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar og Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri og varaformaður Samfylkingarinnar. Þá má geta þess að Ragnar Árnason lögfræðingur Samtaka atvinnulífsins kom einnig við og fékk sér kaffi með starfsmönnum.
Oddný og Logi komu til Húsavíkur í dag til að kynna sér uppbygginguna á svæðinu. Þau fengu formann Framsýnar til að leiða sig í gegnum framkvæmdirnar og þau áhrif sem þær hafa á samfélagið.
Þessir heiðursmenn frá SMS sem stjórna framkvæmdunum á Bakka heilsuðu upp á gestina, þetta eru þeir Ruud M. Smit og Frank Schneider.
Á Þeystareykjum tók Guðmundur Þórðarson verkefnastjóri á móti gestunum sem fengu áhugaverða kynningu hjá honum á stöðu framkvæmda á Þeistareykjum. Guðmundur starfar hjá verktakanum LNS Saga.