Góðir gestir í heimsókn

Nokkrir góðir gestir komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag. Meðal þeirra sem komu voru Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar og Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri og varaformaður Samfylkingarinnar. Þá má geta þess að Ragnar Árnason lögfræðingur Samtaka atvinnulífsins kom einnig við og fékk sér kaffi með starfsmönnum.

odny0716 003

Oddný og Logi komu til Húsavíkur í dag til að kynna sér uppbygginguna á svæðinu. Þau fengu formann Framsýnar til að leiða sig í gegnum framkvæmdirnar og þau áhrif sem þær hafa á samfélagið.

odny0716 007

Þessir heiðursmenn frá SMS sem stjórna framkvæmdunum á Bakka heilsuðu upp á gestina, þetta eru þeir Ruud M. Smit og Frank Schneider.

odny0716 010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Þeystareykjum tók Guðmundur Þórðarson verkefnastjóri á móti gestunum sem fengu áhugaverða kynningu hjá honum á stöðu framkvæmda á Þeistareykjum. Guðmundur starfar hjá verktakanum LNS Saga.

Deila á