Mikilvægt að efla Húsavíkurflugvöll

Stjórn Framsýnar telur mikilvægt að unnið verði að því að bæta aðflugstæki á Húsavíkurflugvelli sem þarfnast endurnýjunar auk þess sem skoðað verði hagkvæmni þess að gera flugvöllinn að millilandaflugvelli enda völlurinn vel staðsettur hvað það varðar.  Ályktunin er svohljóðandi: 

Ályktun
Um Húsavíkurflugvöll 

„Framsýn, stéttarfélag skorar á flugmálayfirvöld að tryggja flugöryggi um Húsavíkurflugvöll með því að bæta aðflugstækin á vellinum auk þess að huga að uppbyggingu flugvallarins sem millilandaflugvallar. 

Eins og kunnugt er fjölgar ferðamönnum til landsins verulega og allar spár benda til þess að svo verði áfram á komandi árum. Þingeyingar hafa orðið varir við þessa þróun enda Þingeyjarsýslur annálaðar fyrir fegurð og fallegar náttúruperlur.   

Í ljósi þessa er mikilvægt að hugað verði að því að byggja Húsavíkurflugvöll upp sem alþjóðlegan flugvöll enda aðstæður til flugs á svæðinu ákjósanlegar. Landfræðilega er auðvelt að byggja upp og markaðssetja millilandaflug um Húsavíkurflugvöll á ársgrundvelli.“  

 Framsýn telur mikilvægt að efla Húsavíkurflugvöll en farþegum um völlinn hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarið.

Deila á