Skólameistarar litu við

Klemenz Sæmundsson skólameistari og  Ásdís V. Pálsdóttir aðstoðarskólameistari Fisktækniskóla Íslands litu við hjá formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna, í gær en þau eru á fundi skólameistara sem haldinn er á Húsavík. Góðar umræður urðu um uppbyggingu á námi í sjávarútvegi en skólinn er með höfuðstöðvar í Sandgerði, áður Grindavík. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára gunnnám sem byggt er upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Í starfsnámi er leitast við að bjóða nemendum upp á val um vinnustað /vetfang með hliðsjón af áhugasviði hvers og eins t.d sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi. Einnig er boðið upp á styttra nám og námskeið er tengist sjávarútvegi. Til fróðleiks má geta þess að Ásdís og Aðalsteinn Árni stunduðu saman nám í gæðastjórnun hér á árum áður þegar þau störfuðu bæði hjá fyrirtækjum í fiskvinnslu, Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og Síldarvinnslunni á Neskaupstað. Sjávarútvegsráðuneytið stóð að náminu með erlendu ráðgjafafyrirtæki og fór kennslan fram í lotum auk þess sem það var að hluta verklegt.

Deila á