Eins og áður hefur komið fram á heimasíðu stéttarfélaganna hefur Bjarg íbúðafélag, sem er óhagnaðardrifið íbúðafélag, unnið að því að byggja sex íbúða raðhús að Lyngholti 42-52 á Húsavík í samstarfi við Norðurþing. Nú liggur fyrir að bílalestinn mun væntanlega leggja af stað frá Selfossi á morgun með einingarnar til Húsavíkur. Hún ætti því að vera á komin norður síðdegis á föstudaginn gangi allt eftir. Hamingjustund og rúmlega það. Húsavík, blómstarandi bær, enda vorveður í lofti.
Á meðfylgjandi mynd má sjá að allt er að verða klárt fyrir ferðina norður með einingarnar. Búið er að lesta flutningabílana fyrir langa ferð til Húsavíkur. Alls þarf 12 öfluga flutningabíla til að færa Þingeyingum sex íbúða raðhús sem er hreint út sagt magnað.
