Í byrjun síðasta mánaðar fengu forsvarsmenn Framsýnar kynningu á starfsemi Heidelberg á Íslandi en fyrirtækið er með til skoðunar að skoða kosti þess og galla að koma upp starfsemi sinni á Húsavík. Fyrirtækið hefur verið í nánu sambandi við byggðarráð Norðurþings vegna málsins. Fyrirtækið vill koma upp framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement fáist til þess tilskilin leyfi. Tilgangurinn með verkefninu er ekki síst að stuðla að því minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu málsins en mikill áhugi er fyrir því að efla atvinnustarfsemi á Húsavík enda búum við vel hvað varðar náttúruauðlindir.
