Töluverð umræða hefur verið um mikilvægi strandveiða fyrir byggðalög landsins, ekki síst eftir að núverandi ríkistjórn boðaði breytingar á kerfinu sem byggja á því að efla strandveiðikerfið. Eins og gefur að skilja eru mjög skiptar skoðanir um gagnsemi og mikilvægi strandveiða meðal þjóðarinnar. Sjómannadeild Framsýnar samþykkti á dögunum að kalla eftir upplýsingum frá Norðurþingi á mikilvægi strandveiða fyrir sveitarfélagið enda liggi upplýsingar þess efnis fyrir. Kallað er eftir fjölda báta sem stunduðu strandveiðar frá Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn árið 2024, heildar aflamagni og hvort vitað sé hversu stór hluti aflans af strandveiðibátunum fór til vinnslu hjá fiskvinnslufyrirtækjum í sveitarfélaginu.
