Stjórn Þingiðnar kom saman til síðasta fundar ársins á dögunum. Fjölmörg mál voru tekin fyrir s.s. sameining stéttarfélaga, orlofshús félagsins í Hraunholti, skuldastaða fyrirtækja gagnvart félaginu, uppbygging íbúðafélagsins Bjargs á Húsavík og síðast en ekki síst flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Eftir fundinn var boðið upp á kvöldverð enda lokafundur ársins. Sésrtakur gestur fundarins var Vigfús Þór Leifsson sem lét af störfum sem stjórnarmaður á síðasta aðalfundi félagsins eftir áratuga stjórnarsetu.