Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna ásamt mökum komu saman í aðstöðu Píludeildar Völsungs eina kvöldstund í desember. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta en hún var nýlega tekin í notkun. Tilgangurinn var að hafa gaman og fá fræðslu um íþróttina en Guðmundur Kristjánsson og félagar úr deildinni tóku vel á móti gestunum frá stéttarfélögunum. Eftir góðar móttökur og fræðslu kepptu starfsmenn og makar innbyrðis um titilinn Pílumeistari ársins. Við látum myndirnar tala sínu máli: