Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna fór til Egilsstaða í gær í náms- og kynnisferð. Tilgangur ferðarinnar var að skoða orlofshús STH á Eiðum sem tekið var í gegn í sumar, heimsækja lögmenn félagsins sem starfa hjá Sókn lögmannstofu og Héraðsprent sem sér um að prenta bæklinga, dagatöl og Fréttabréf stéttarfélaganna. Heimsóknin tókst í alla staði mjög vel og móttökur heimamanna voru frábærar.