Framsýn – Atkvæðagreiðsla hafin um kjarasamning starfsmanna sveitarfélaga

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst í dag kl. 12:00.  Með því að fara inn á þessa kosningslóð geta félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá sveitarfélögum greitt atkvæði. Miðað er við þá sem voru í vinnu hjá sveitarfélögunum, Norðurþingi, Þingeyjarsveit og Tjörneshrepp í apríl/maí.

Kosningaslóðin: https://kjosa.vottun.is/home/vote/501?lang=IS

Hægt er nálgast allar helstu upplýsingar um samninginn á upplýsingasíðu um samninginn sem nú er komin í loftið: https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-vid-sveitarfelogin-2024-2028/

Rafræna atkvæðagreiðslan stendur til kl. 09:00 mánudaginn 15. júlí og verða niðurstöðurnar kynntar sama dag. Um er að ræða sameiginlega kosningu meðal aðildarfélaga SGS, það er þeirra félaga sem skrifuðu undir kjarasamninginn við Samband ísl. sveitarfélaga.

Deila á