Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst í dag kl. 12:00. Með því að fara inn á þessa kosningslóð geta félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá sveitarfélögum greitt atkvæði. Miðað er við þá sem voru í vinnu hjá sveitarfélögunum, Norðurþingi, Þingeyjarsveit og Tjörneshrepp í apríl/maí.
Kosningaslóðin: https://kjosa.vottun.is/home/vote/501?lang=IS
Hægt er nálgast allar helstu upplýsingar um samninginn á upplýsingasíðu um samninginn sem nú er komin í loftið: https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-vid-sveitarfelogin-2024-2028/
Rafræna atkvæðagreiðslan stendur til kl. 09:00 mánudaginn 15. júlí og verða niðurstöðurnar kynntar sama dag. Um er að ræða sameiginlega kosningu meðal aðildarfélaga SGS, það er þeirra félaga sem skrifuðu undir kjarasamninginn við Samband ísl. sveitarfélaga.