Atkvæðagreiðsla að hefjast um ríkissamninginn

Eins og fram hefur komið hefur Starfsgreinasamband Íslands gengið frá kjarasamningi við ríkið fyrir aðildarfélög sambandsins, þar á meðal Framsýn stéttarfélag. Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn og hefst kl. 12:00 mánudaginn 1. júlí – rétt áður en opnað verður fyrir kosningu mun kosningaslóðin birtast á heimasíðu Framsýnar. Slóðin verður einnig aðgengileg á upplýsingasíðu á sgs.is. Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 09:00 mánudaginn 8. júlí. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir í síðasta lagi um hádegi sama dag.

Kynningarefni:

Framsýn skorar á félagsmenn að taka þátt í atkvæðagreiðslu um samninginn en hún hefst kl. 12:00 mánudaginn 1. júlí

Deila á