Skrifað undir kjarasamning við Landsvirkjun

Rétt í þessu undirrituðu aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands og Landsvirkjun undir nýjan kjarasamning. Gengið var frá samningnum á Teamsfundi og tók formaður Framsýnar þátt í viðræðunum fh SGS. Gildistími samnings er frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028 og fellur hann þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Hann felur í sér breytingar og viðbætur við kjarasamning Landsvirkjunar og Starfsgreinasambands Íslands. Framsýn á aðild að samningnum fh. félagsmanna sem starfa hjá Kröflu, Laxárvirkjum og Þeistareykjavirkjun.

Deila á