Fullt af nýju fólki

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar í gær, um var að ræða fyrsta stjórnar- og trúnaðarráðsfundinn eftir aðalfund félagsins í maí. Það er ánægjulegt til þess að vita að mikill áhugi er fyrir því meðal félagsmanna að taka þátt í öflugu starfi félagsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá nýja fulltrúa í stjórn og trúnaðarráði sem skipað er 28 félagsmönnum. Þetta eru þau Stefán Stefánsson, Sólveig Mikaelsdóttir, Sigfús Hilmir Jónsson, Fanný S Cloé Goupil Thiercelin, Rúnar Þór Jóhannsson, Önundur Kristjánsson, Arnór Elí Víðirsson og Ingimar Knútsson. Auk þeirra eru Birta G. Amlin og Jónas Sævarsson ný í stjórnunarstörfum fyrir Framsýn en þau komust ekki á fundinn að þessu sinni.

Deila á