Hressir starfsmenn við Skjálfandafljót

Hótel Goðafoss stendur rétt við Skjálfandafljót, það er á einum af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Á dögunum óskuðu eigendur og starfsmenn eftir kynningu frá Framsýn á réttindum og skyldum starfsmanna í ferðaþjónustu. Að sjálfsögðu mættu fulltrúar Framsýnar á staðinn og spjölluðu við starfsmenn sem voru mjög fróðleiksfúsir. Eins og áður hefur komið fram er það til mikillar fyrirmyndar þegar stjórnendur fyrirtækja, ekki síst í ferðaþjónustu, biðja um fræðslu sem þessa fyrir starfsmenn.

Deila á