Samninganefndir 11 aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á öðrum tímanum í nótt. Starfsmannafélag Húsavíkur á aðild að samningnum fyrir sína félagsmenn. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samið var sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor.
Félögin sem kjarasamningurinn nær til eru:
- Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
- Félag opinbera starfsmanna á Austurlandi
- FOSS – stéttarfélag í almannaþjónustu
- Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu
- Starfsmannafélag Garðabæjar
- Starfsmannafélag Húsavíkur
- Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
- Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
- Starfsmannafélag Kópavogs
- Starfsmannafélag Suðurnesja
- Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar
Nýr kjarasamningur verður kynntur félagsfólki viðkomandi félaga á næstu dögum.
Nú þegar fyrstu kjarasamningar á opinberum markaði hafa verið undirritaðir standa vonir til að lokið verði við gerð fleiri kjarasamninga á næstu dögum. Kjarasamningar hjá meginþorra félagsfólks aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl 2024.