Framsýn stóð í gær fyrir fjölmennum kynningarfundi um hvalaskoðunarsamning félagsins við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn var haldinn í samráði við trúnaðarmann starfsmanna hjá Norðursiglingu, Alberto Delmalo. Skrifað var undir samninginn 24. mars 2024 en hann nær til starfsmanna við hvalaskoðun, það er til þeirra starfsmanna sem vinna hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum á Húsavík. Vitað er að áhugi er fyrir því hjá öðrum stéttarfélögum að taka samning Framsýnar upp á þeirra landssvæðum en hvalaskoðun er víða orðin vinsæl afþreying frá sjávarplássum á Íslandi.