Reksturinn til mikillar fyrirmyndar

Fjárhagsleg afkoma Framsýnar var góð á árinu 2023. Rekstrarafgangur var af öllum sjóðum félagsins nema fræðslusjóði sem þarf ekki að koma á óvart enda ekki með fastann tekjustofn. Rekstrartekjur félagsins námu kr. 417,2 milljónum sem er hækkun um 21% milli ára.  Þessi hækkun skýrist af hærri iðgjaldatekjum og að auki leiðréttingu á sjúkrasjóði frá 2020. Félagsgjöld og iðgjöld námu kr. 359,8 milljónum 2023 á móti kr. 295,1 milljónum á árinu 2022 sem er hækkun upp á um 22%. Rekstrargjöld hækka um 8,54% á milli ára en þau námu kr. 269,4 milljónum 2023. Bætur og styrkir úr sjúkrasjóði er stærsti einstaki útgjaldaliður Framsýnar ásamt launum og launatengdum gjöldum. Fjármagnstekjur námu kr. 152,5 milljónum en voru 128 milljónir á árinu 2022. Heildareignir félagsins námu kr. 2.970 milljónum í árslok 2023 samanborið við kr. 2.659 milljónir í árslok 2022. Útistandandi iðgjöld í lok árs 2023 voru kr. 64,1 milljón samanborið við kr. 37,1 milljón  í árslok 2022. Þessi hækkun skýrist fyrst og fremst af leiðréttingu á iðgjöldum sjúkrasjóðs frá 2020 sem var útistandandi um áramót.

Deila á