Fræðsla um vinnumarkaðinn

Nemendur Vinnuskólans á Húsavík litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í morgun ásamt flokkstjórum til að fræðast um starfsemi stéttarfélaga. Unglingarnir voru mjög áhugasamir og spurðu töluvert út í starfsemina. Von er á fleiri heimsóknum í sumar frá nemendum í Vinnuskólum á félagssvæðinu.  Arnar Páll Matthíasson, Jakob Gunnar Sigurðsson og Guðrún Birna Örvarsdóttir fóru fyrir hópnum.

Deila á