Norðurþing á toppnum

Sveitarfélagið Norðurþing greiddi mest allra atvinnurekenda  í iðgjöld til Framsýnar árið 2023. Árið 2022 greiddi PCC BakkiSilicon hf. hins vegar mest allra fyrirtækja til Framsýnar. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og lögbundin iðgjöld atvinnurekenda í sjóði Framsýnar og í starfsmenntasjóði atvinnulífsins. Stærstu greiðendur iðgjalda til Framsýnar 2023 eftir röð:

Sveitarfélagið Norðurþing

PCC BakkiSilicon hf.

Þingeyjarsveit

GPG. Seafood ehf.

Ríkissjóður Íslands

Íslandshótel hf.

Norðlenska matarborðið ehf.

Samherji fiskeldi ehf.

Eimskip ehf.

Norðursigling hf.

Deila á