Sumarferð stéttarfélaganna

Árleg sumarferð stéttarfélaganna verður farin laugardaginn 22. júní næstkomandi. Að þessu sinni verður farið í Þistilfjörð. Farið verður með rútu frá Fjallasýn.

Lagt verður af stað klukkan 09:00 frá Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Þaðan verður ekið að Fræðasetri um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Þar mun Daníel Hansen, forstöðumaður fræðasetursins, taka á móti hópnum og kynna setrið og sýna. Eftir að því lýkur mun Daníel slást í för með hópnum og sjá um leiðsögn ferðarinnar. Farið verður á Langanes og ef aðstæður leyfa, alla leið út á Font. Grillað verður í mannskapinn síðdegis auk þess sem boðið verður upp á súpu í hádeginu á Þórshöfn. Komið verður aftur heim til Húsavíkur um kvöldið.

Verð er 7.000 krónur á félagsmann og sama verð er á maka/vin/vinkonu.

Skráning er í síma 4646600 eða á netfangið aga@framsyn.is. Skráning er þegar hafin og fer vel af stað. Sráningu lýkur miðvikudaginn 19. júní. Ferðin er háð góðu veðri. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Deila á
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir