Staðan tekin

Formaður Framsýnar Aðalsteinn Árni Baldursson og forstjóri Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson hittust á óformlegum fundi á Akureyri í gær en þeir voru báðir staddir á fundi á vegum Samtaka atvinnulífsins í Hofi um nýgerða kjarasamninga og mikilvægi stöðuleika í efnahagslífinu. Samkaup hefur gefið það út að til standi að byggja upp öflugan verslunarkjarna á Húsavík. Staðsetningin liggur ekki fyrir. Aðalsteinn ítrekaði mikilvægi þess að haldið yrði áfram með málið enda mikil þörf á stórmarkaði á svæðinu. Framsýn mun halda málinu vakandi þar til nýr markaður rís á Húsavík.

Deila á