Viðræður við PCC að hefjast

Eftir helgina hefjast viðræður við PCC um endurskoðun á gildandi kjarasamningi aðila, reyndar rann kjarasamningurinn út 31. janúar sl. Þess er vænst að kjaraviðræðurnar klárist í næstu viku eða í síðasta lagi fyrir næstu mánaðamót. Á meðfylgjandi mynd, sem var tekin í dag, er formaður Framsýnar að ganga endanlega frá kröfugerð félagsins með trúnaðarmanni starfsmanna Ingimari Knútssyni. Á myndina vantar Tomasz Mayewski sem tók þátt í undirbúningsfundinum en hann er líkt og Ingimar trúnaðarmaður starfsmanna. Kröfugerð starfsmanna er klár.

Deila á