Kór eldri borgara á Húsavík „ Sólseturskórinn „ leitaði nýlega til Framsýnar með beiðni um stuðning. Kórinn hefur starfað um langt árabil og starfsemi hans verið mörgum kórfélögum mikils virði og gefið margar ánægjustundir. Kórfélagar eru flestir úr Norðurþingi en einnig eru þó nokkrir félagar úr Þingeyjarsveit. Vissulega reyndist Covid kórnum erfitt. Núverandi markmið forsvarsmanna kórsins er að efla kórinn. Meðal annars með því að taka þátt í kóramóti eldri borgara í vor auk fleiri viðburða sem eru til skoðunar. Framsýn hefur ákveðið að styrkja kórinn um kr. 100.000,- um leið og félagið skorar á fyrirtæki, stofnanir og önnur félagasamtök að styðja við bakið á þessu merkilega starfi.