Vilt þú fara á ársfund Lsj. Stapa?

Ársfundur Lsj. Stapa verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 2. maí kl. 14:00. Framsýn stéttarfélag á rétt á 15 fulltrúum á fundinn. Framsýn leitar að fulltrúum til að fara á fundinn. Skilyrði er að viðkomandi sé félagsmaður í Framsýn og sjóðfélagi í Lsj. Stapa. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við formann Framsýnar Aðalstein Árna fyrir kl. 17:00, mánudaginn 15. apríl sem veitir jafnframt frekari upplýsingar.

Deila á