Í fyrra stóðu stéttarfélögin fyrir hátíðarhöldum á Fosshótel Húsavík sem tókust í alla staði mjög vel. Boðið var upp á veglega dagskrá og kaffihlaðborð af bestu gerð. Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn í ár og er undirbúningur í fullum gangi. Dagskráin verður auglýst nánar eftir páska.