MOTTUMARS -Látum fylgjast með okkur-

Ár hvert er marsmánuður tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein hjá körlum á Íslandi. Árlega greinast að meðaltali um 214 karlar.

Framsýn hvetur félagsmenn til að fara í skoðun og reglulegt eftirlit sem bjargað hefur mörgum mannslífum þar sem krabbamein í blöðruhálskirtli hefur greinst á byrjunarstigi.

Framsýn styrkir fullgilda félagsmenn vegna krabbameinsleitar svo sem í ristli og/eða blöðruhálsi um allt að kr. 40.000,- á ári.

Framsýn stéttarfélag

Deila á