Kynning og kosning um kjarasamning SGS og SA

Framsýn hvetur félagsmenn til að kynna sér vel innihald kjarasamnings SGS og SA sem félagið á aðild að fyrir sína félagsmenn. Atkvæðagreiðsla er hafin og stendur til kl. 10:00 miðvikudaginn 20. mars. Með því að fara inn á framsyn.is geta félagsmenn kosið um samninginn. Þar eru líka allar helstu upplýsingar um samninginn. Fulltrúar félagsins eru tilbúnir að mæta með kynningu inn á vinnustaði á félagssvæðinu verði eftir því óskað. Þá eru frekari upplýsingar einnig í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Framsýn stéttarfélag

Deila á