Félagsfundur um nýgerðan kjarasamning

Framsýn stéttarfélag boðar til kynningarfundar um nýgerðan kjarasamning SGS og SA í fundarsal félagsins fimmtudaginn 14. mars kl. 17:00. Túlkað verður á ensku og pólsku. Kjarasamningurinn nær til starfsmanna á almenna vinnumarkaðinum sem starfa eftir kjarasamningi Framsýnar. Ekki til starfsmanna í verslun- og þjónustu, ríkisstarfsmanna eða starfsmanna sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um innihald kjarasamningsins og framlag stjórnvalda til samningsins er hægt að nálgast hér:  https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-sa-2024-2028/ Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn og hefst kl. 12:00 miðvikudaginn 13. mars og lýkur kl. 09:00 miðvikudaginn 20. mars. Hægt verður að kjósa um samninginn í gegnum heimasíðu félagsins, framsyn.is. Afar mikilvægt er að félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningnum kjósi um samninginn. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna, þar er einnig hægt að kæra sig á kjörskrá telji félagsmenn sig hafa kosningarétt. Kjörskráin miðast við þá sem greiða til Framsýnar í desember2023/janúar 2024.

SA and SGS new collective agreement – key points in English

Polski

Framsýn stéttarfélag

Deila á