Trúnaðarmannanámskeið í gangi

Nú stendur yfir tveggja daga trúnaðarmannanámskeið á vegum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Námskeiðið er vel sótt en 22 trúnaðarmenn sitja á námskeiðið, allt frá Víkurskarði til Þórshafnar á Langanesi. Á námskeiðinu hefur verið farið sérstaklega yfir almenna vinnuvernd, hlutverk Vinnueftirlitsins, öryggistrúnaðarmanna og sjálfseflingu. Stéttarfélögin leggja mikið upp úr fræðslu til handa trúnaðarmönnum og eru því haldin námskeið á hverju ári. Sjá myndir frá námskeiðinu:

Deila á